Öllum yfirstandandi verkfallsaðgerðum Eflingar verður frestað frá klukkan tólf á hádegi í dag.
Öllum yfirstandandi verkfallsaðgerðum Eflingar verður frestað frá klukkan tólf á hádegi í dag.
Öllum yfirstandandi verkfallsaðgerðum Eflingar verður frestað frá klukkan tólf á hádegi í dag.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá verkalýðsfélaginu.
„Verkföllum er frestað á meðan atkvæðagreiðsla fer fram meðal félagsfólks um löglega framkomna miðlunartillögu ríkissáttasemjara sem tilkynnt var um í morgun. Frestun er í gildi þangað til úrslit atkvæðagreiðslu liggja fyrir, sem verður miðvikudaginn 8. mars,“ segir í tilkynningunni.
Tekið er fram að verði miðlunartillagan þá samþykkt, verði hún að gildum kjarasamningi Eflingarfélaga og að verkföllum muni ljúka.
„Verði henni hafnað hefjast verkfallsaðgerðir að nýju og kjaradeilan heldur áfram.“
Þá er bent á að Eflingarfélögum beri að mæta til vinnu samkvæmt ráðningarsamningi og vaktaplani frá hádegi í dag.
„Þeim er bent á að hafa samband við sinn atvinnurekanda sé þörf á nánari upplýsingum um hvenær þeir eigi að mæta til vinnu. Atvinnurekendum er einnig bent á að leiðbeina starfsfólki sínu varðandi þetta.“