„Svona deilur snúast alltaf um fólk“

Kjaradeila Eflingar og SA | 1. mars 2023

„Svona deilur snúast alltaf um fólk“

Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins, sagði á blaðamannafundi í dag að samkomulagið sem náðst hefði milli deiluaðila um nýja miðlunartillögu hefði öðru fremur tengst samskiptum deiluaðila í kjaraumhverfi þeirra.

„Svona deilur snúast alltaf um fólk“

Kjaradeila Eflingar og SA | 1. mars 2023

Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari í kjaradeildu Eflingar og SA, í …
Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari í kjaradeildu Eflingar og SA, í morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins, sagði á blaðamannafundi í dag að samkomulagið sem náðst hefði milli deiluaðila um nýja miðlunartillögu hefði öðru fremur tengst samskiptum deiluaðila í kjaraumhverfi þeirra.

Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins, sagði á blaðamannafundi í dag að samkomulagið sem náðst hefði milli deiluaðila um nýja miðlunartillögu hefði öðru fremur tengst samskiptum deiluaðila í kjaraumhverfi þeirra.

Hann sagði aðspurður í samtali við mbl.is að kannski væri ofureinföldun að honum hefði tekist að höggva á hnút samskiptavandamála milli aðila málsins.

„En auðvitað er þetta alltaf þannig að svona deilur snúast um fólk. Í þessu tiltekna tilfelli þá auðvitað verður að hafa það í huga að málið þróaðist á löngum tíma. Þetta er búið að standa mjög lengi. Það hefur ýmislegt gerst í umhverfi okkar og í umhverfi aðilanna og þeir hafa staðið í vinnudeilum og allt þetta.

Þetta hefur allt áhrif á afstöðu aðilanna til þess hvort hægt sé að ljúka málum og svo framvegis. Það er voða erfitt að átta sig á því hvort eitthvað eitt frekar en annað ræður úrslitum í því.“

Opinber embættismaður í þjónustustarfsemi

Þannig að þú hafnar því að þér hafi tekist að draga ósátta aðila að borðinu og fengið þá til að tala saman?

„Ég er bara opinber embættismaður sem er hérna í þjónustustarfsemi.“

mbl.is