Döðlukaramellufyllt heilsukaka

Uppskriftir | 2. mars 2023

Döðlukaramellufyllt heilsukaka

„Hér höfum við dásamlega góða köku sem inniheldur nánast engan viðbættan hvítan sykur en er alveg svakalega góð og náttúrulega sæt á bragðið. Kakan er einnig vegan, er merkilega einföld og inniheldur fjöldan allan af hollum innihaldsefnum,“ segir Linda Ben um þessa bragðgóðu köku sem við flokkum sem heilsuköku.

Döðlukaramellufyllt heilsukaka

Uppskriftir | 2. mars 2023

Ljósmynd/Linda Ben

„Hér höfum við dásamlega góða köku sem inniheldur nánast engan viðbættan hvítan sykur en er alveg svakalega góð og náttúrulega sæt á bragðið. Kakan er einnig vegan, er merkilega einföld og inniheldur fjöldan allan af hollum innihaldsefnum,“ segir Linda Ben um þessa bragðgóðu köku sem við flokkum sem heilsuköku.

„Hér höfum við dásamlega góða köku sem inniheldur nánast engan viðbættan hvítan sykur en er alveg svakalega góð og náttúrulega sæt á bragðið. Kakan er einnig vegan, er merkilega einföld og inniheldur fjöldan allan af hollum innihaldsefnum,“ segir Linda Ben um þessa bragðgóðu köku sem við flokkum sem heilsuköku.

„Maður byrjar á því að baka botninn sem er að mestu leyti úr höfrum, hnetusmjöri, kókoshveiti, hafrajógúrti. Svo maukar maður döðlur og smyr ofan á botninn. Því næst bræðir maður dökk súkkulaði og leyfir því að stirðna ofan á kökunni. Útkoman er alveg svakalega góð. Seigur botninn, mjúka sæta millilagið og stökkt súkkulaðið sem bráðnar í munni. Ég get vel trúað því að þessi eigi eftir að slá í gegn hjá mjög mörgum.“

Döðlukaramellufyllt heilsukaka

  • 2 msk. hörfræ
  • 1/2 dl vatn
  • 150 ml hafrajógúrt með karamellu og peru frá Veru Örnudóttir
  • 1 dl hnetusmjör
  • 1/2 dl hlynsíróp (má sleppa ef þið viljið hafa kökuna minna sæta)
  • 100 g haframjöl
  • 50 g kókoshveiti
  • 1/2 tsk. matarsódi
  • 1/2 tsk. lyftiduft
  • 1/2 tsk. salt
  • 250 g döðlur
  • 150 g 70% súkkulaði

Aðferð:

  1. Kveikið á ofninum og stillið á 175°C, undir og yfir hita.
  2. Myljið hörfræin og setjið í skál, hellið vatninu í skálina og blandið saman. Leyfið þessu að taka sig í u.þ.b. 5 mín eða á meðan þið blandið saman hinum innihaldsefnunum.
  3. Setjið hafrajógúrtið í skál ásamt, hnetusmjöri, hlynsírópi, haframjöli, kókoshveiti, matarsóda, lyftiduft og salti. Blandið öllu saman ogg bætið þá hörfræjablöndunni út í. Hrærið öllu saman.
  4. Setjið smjörpappír í brauðform sem er u.þ.b. 12×30 cm á stærð, eða svipað stórt.
  5. Pressið deigið í formið og bakið í u.þ.b. 20-25 mín eða þar til kakan er aðeins byrjuð að verða gullinbrún á litinn. Kælið kökuna á meðan þið gerið næstu skref.
  6. Setjið döðlurnar í skál og hellið heitu vatni yfir þær og leyfið þeim að standa í u.þ.b. 5-10 mín. Þetta er gert til að mýkja þurrkaðar döðlur, ef þú ert með ferskar döðlur þá geturu sleppt þessu skrefi.
  7. Setjið döðlurnar í blandara eða matvinnsluvél og maukið, gott er að setja örlítið af vatninu með svo þær verði að alveg mjúku mauki.
  8. Smyrjið döðlumaukinu ofan á kökuna.
  9. Bræðið helminginn af dökka súkkulaðinu yfir vatnsbaði og setjið hinn helminginn í skál. Hellið bráðnaða súkkulaðinu yfir hitt og hrærið þar til allt súkkulaðið hefur bráðnað (þetta er gert svo súkkulaðið verði aftur stökkt þegar það stirðnar). Hellið súkkulaðinu yfir döðlulagið. Kælið svo súkkulaðið stirðni.
  10. Skerið kökuna í sneiðar.
Ljósmynd/Linda Ben
mbl.is