Spyr hvort ekki megi leita að þorski eins og loðnu

Smábátaveiðar | 2. mars 2023

Spyr hvort ekki megi leita að þorski eins og loðnu

Fjöldi krókaaflamarksbáta hefur mokveitt í febrúarmánuði og náðu bátarnir tæplega 3.510 tonnum af þorski, samkvæmt skráningu Fiskistofu. Hafa þeir nú veitt 62,7% þess þorskafla sem heimild er fyrir. Verði aflabrögð jafngóð í mars verður við lok þess mánaðar búið að veiða 75% af þeim 29 þúsund tonnum sem heimildir eru fyrir í krókakerfinu, að því er fram kemur í Morgunblaðinu.

Spyr hvort ekki megi leita að þorski eins og loðnu

Smábátaveiðar | 2. mars 2023

Arthur Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda, spyr hvort ekki sé tilefni …
Arthur Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda, spyr hvort ekki sé tilefni til að leita að þorski eins og leitað er að loðnu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fjöldi krókaaflamarksbáta hefur mokveitt í febrúarmánuði og náðu bátarnir tæplega 3.510 tonnum af þorski, samkvæmt skráningu Fiskistofu. Hafa þeir nú veitt 62,7% þess þorskafla sem heimild er fyrir. Verði aflabrögð jafngóð í mars verður við lok þess mánaðar búið að veiða 75% af þeim 29 þúsund tonnum sem heimildir eru fyrir í krókakerfinu, að því er fram kemur í Morgunblaðinu.

Fjöldi krókaaflamarksbáta hefur mokveitt í febrúarmánuði og náðu bátarnir tæplega 3.510 tonnum af þorski, samkvæmt skráningu Fiskistofu. Hafa þeir nú veitt 62,7% þess þorskafla sem heimild er fyrir. Verði aflabrögð jafngóð í mars verður við lok þess mánaðar búið að veiða 75% af þeim 29 þúsund tonnum sem heimildir eru fyrir í krókakerfinu, að því er fram kemur í Morgunblaðinu.

Ljóst þykir að margir bátar klári kvótann óvenju snemma að þessu sinni. „Þegar er mikið af fiski á miðunum og ekki liggur fyrir viðurkenning Hafrannsóknastofnunar á því lenda menn í vandræðum. Góð veiði er ekkert annað en merki um gott ástand á viðkomandi fiskistofni,“ segir Arthur Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda.

„Ef það er tilefni til þess að leita að loðnunni er alveg eins ástæða til að tékka á því hvort eitthvað hafi farið fram hjá þeim í þessum tveimur röllum sem þeir fara í á ári?,“ spyr Arthur.

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu.

mbl.is