Fyrirspurnir bersýnilega í andstöðu við þingsköp

Lindarhvoll | 5. mars 2023

Fyrirspurnir bersýnilega í andstöðu við þingsköp

Eftir klukkan 15 á morgun fer fram atkvæðagreiðsla á Alþingi um heimild tveggja þingmanna, Björns Levís Gunnarssonar og Jóhanns Páls Jóhannssonar, til að leggja fram fyrirspurnir til forseta þingsins, en hann hefur synjað þeim um að leggja fyrirspurnirnar fram.

Fyrirspurnir bersýnilega í andstöðu við þingsköp

Lindarhvoll | 5. mars 2023

Atkvæðagreiðslan mun fara fram án umræðu, en þingmenn munu við …
Atkvæðagreiðslan mun fara fram án umræðu, en þingmenn munu við hana geta gert grein fyrir atkvæði sínu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eftir klukkan 15 á morgun fer fram atkvæðagreiðsla á Alþingi um heimild tveggja þingmanna, Björns Levís Gunnarssonar og Jóhanns Páls Jóhannssonar, til að leggja fram fyrirspurnir til forseta þingsins, en hann hefur synjað þeim um að leggja fyrirspurnirnar fram.

Eftir klukkan 15 á morgun fer fram atkvæðagreiðsla á Alþingi um heimild tveggja þingmanna, Björns Levís Gunnarssonar og Jóhanns Páls Jóhannssonar, til að leggja fram fyrirspurnir til forseta þingsins, en hann hefur synjað þeim um að leggja fyrirspurnirnar fram.

Málið snýst um Lindarhvolsmálið, framlagningu á vinnuskjali, sem ríkisendurendurskoðandi hefur hafnað því að lagt verði fram.

Fer fram án umræðu

Að sögn Birgis Ármannssonar, forseta Alþingis, byggir hann synjun sína á því að fyrirspurnirnar, sem þingmennirnir hafa óskað heimildar til að leggja fram, varði starfsemi ríkisendurskoðanda en ekki stjórnsýslu Alþingis. Heimildin til að beina fyrirspurnum til forseta takmarkist við stjórnsýslu á vegum þingsins sbr. 3. mgr. 8. gr. þingskapa, en skv. 2. mgr. 91. gr. sé skýrlega kveðið á um að starfsemi ríkisendurskoðanda falli ekki undir stjórnsýslu þingsins.

„Það væri því bersýnilega í andstöðu við ákvæði þingskapa að heimila framlagningu þessara fyrirspurna,“ segir Birgir.

Í 3. mgr. 8. gr. segir: Beina má fyrirspurnum til forseta á þingskjali og óska skriflegs svars um stjórnsýslu á vegum þingsins. Gilda þá ákvæði [57. gr.] 2) um meðferð fyrirspurna eins og við getur átt.

Síðan segir í 2. mgr. 91. gr.: Undir stjórnsýslu Alþingis fellur hvorki sú starfsemi sem fram fer af hálfu Alþingis sem fulltrúasamkomu þjóðkjörinna fulltrúa né starfsemi umboðsmanns Alþingis, ríkisendurskoðanda og rannsóknarnefnda samkvæmt lögum um rannsóknarnefndir.

Atkvæðagreiðslan mun fara fram án umræðu, en þingmenn munu við hana geta gert grein fyrir atkvæði sínu.

mbl.is