Tekist var á um túlkun laga varðandi birtingu vinnuskjals ríkisendurskoðanda á Alþingi í dag. Bæði þingmenn meirihlutans og minnihlutans þóttu lögin skýr og í sína þágu.
Tekist var á um túlkun laga varðandi birtingu vinnuskjals ríkisendurskoðanda á Alþingi í dag. Bæði þingmenn meirihlutans og minnihlutans þóttu lögin skýr og í sína þágu.
Tekist var á um túlkun laga varðandi birtingu vinnuskjals ríkisendurskoðanda á Alþingi í dag. Bæði þingmenn meirihlutans og minnihlutans þóttu lögin skýr og í sína þágu.
Atkvæðagreiðsla fór fram í dag á Alþingi um heimild tveggja þingmanna, Björns Levís Gunnarssonar og Jóhanns Páls Jóhannssonar, til að leggja fram fyrirspurnir til forseta þingsins, en hann hefur synjað þeim um að leggja fyrirspurnirnar fram. Fór svo að báðum fyrirspurnum var synjað af meirihlutanum.
Líflegar umræður voru á þinginu áður en gengið var til atkvæða og talaði Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, fyrst.
„Það er rangt hjá hæstvirtum forseta að fyrirspurn mín fjalli ekki um stjórnsýslu Alþingis og fyrir þessu eru þrjár ástæður. Í fyrsta lagi er greinargerð setts ríkisendurskoðanda miðpunkturinn í sérstöku stjórnsýslumáli hjá forsætisnefnd, um þetta er ekki deilt.
Í öðru lagi liggur fyrir að forsætisnefnd hefur þegar tekið ákvörðun um að greinagerðin skuli birt á grundvelli upplýsingalaga með vísan til þess að gildissvið upplýsingalaga tekur til stjórnsýslu Alþingis.
Í þriðja lagi ætla ég að vitna hér orðrétt í bréf sem þáverandi forseti Alþingis sendi stjórn Lindarhvols ehf þann fjórða júní 2021. „Málið er til skoðunar hjá forsætisnefnd Alþingis á þeim grundvelli að skjalið sé hluti af stjórnsýslu þess.“ Þetta sýnir að forsætisnefnd sjálf hefur fjallað um birtingu skjalsins út frá þeiri forsendu að skjalið sé beinlínis hluti af stjórnsýslu Alþingis,“ sagði Jóhann Páll.
Ingibjörg Isaksen, þingmaður Framsóknar, var ekki sammála túlkun minnihlutans.
„Hér greiðum við atkvæði í dag um það hvort að leyfa eigi fyrirspurn sem varðar starfsemi og vinnugagn ríkisendurskoðanda. Fyrirspurninni var synjað af forseta þar sem hún varðar starfsemi ríkisendurskoðanda en ekki stjórnsýslu Alþingis og stangast því á við þingsköp. Skýrt er að starfsemi ríkisendurskoðanda fellur ekki undir stjórnsýslu Alþingis.“
„Alþingi ber að fara að lögum. Þetta snýst ekki um geðþóttaákvörðun eða pólitík heldur hvort við ætlum að fara eftir lögum.“
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir skýrt að birta eigi skjalið á meðan Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það skýrt að lögin hamli það að skjalið verði birt Alþingi.
„Það á að bitra það [skjalið] samkvæmt upplýsingalögum, það er mjög skýrt. Þetta er greinargerð setts endurskoðanda sem að hann skilar þinginu. Við fengum lögfræðiálit um þetta sem er rosalega skýrt,“ sagði Björn Leví.
„Lögin eru alveg skýr hvað þetta varðar. Þess vegna biðla ég nú til þingmanna almennt að fara eftir lögunum, en ekki eftir eigin réttlæti eða eigin sjónarmiðum,“ sagði Brynjar Níelsson. Hann segir miklu meiri brag á því að fara eftir lögum.
„Svo getum við rætt allt hitt sem menn eru að fjalla hérna mest um sem varða ekki þessar fyrirspurnir. Förum bara að lögum í þessu.“
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, er sammála því að fara eigi eftir lögum.
„Hingað koma háttvirtir þingmenn meirihlutans og tala um það að það þurfi að fylgja lögum. Ég er bara sammála því. Það er augljóst að það er engin stoð í þessu lagaákvæði til þess að neita Jóhanni Páli Jóhannssyni um þessar upplýsingar.“