Dómurinn hefur mikla þýðingu

Kjaraviðræður | 6. mars 2023

Dómurinn hefur mikla þýðingu

„Dómurinn hefur mikla þýðingu í því að fá staðfestingu þess að Samtök atvinnulífsins hafa heimild samkvæmt vinnulöggjöfinni til þess að boða verkbönn í kjaradeilum og einnig með hvaða hætti atkvæðagreiðslunni var hagað. Það hefur mikla þýðingu varðandi alla framkvæmd hjá okkur.“

Dómurinn hefur mikla þýðingu

Kjaraviðræður | 6. mars 2023

Ragnar Árnason, lögmaður Samtaka atvinnulífsins.
Ragnar Árnason, lögmaður Samtaka atvinnulífsins. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Dómurinn hefur mikla þýðingu í því að fá staðfestingu þess að Samtök atvinnulífsins hafa heimild samkvæmt vinnulöggjöfinni til þess að boða verkbönn í kjaradeilum og einnig með hvaða hætti atkvæðagreiðslunni var hagað. Það hefur mikla þýðingu varðandi alla framkvæmd hjá okkur.“

„Dómurinn hefur mikla þýðingu í því að fá staðfestingu þess að Samtök atvinnulífsins hafa heimild samkvæmt vinnulöggjöfinni til þess að boða verkbönn í kjaradeilum og einnig með hvaða hætti atkvæðagreiðslunni var hagað. Það hefur mikla þýðingu varðandi alla framkvæmd hjá okkur.“

Þetta segir Ragnar Árnason, lögmaður Samtaka atvinnulífsins, í kjölfar dóms Félagsdóms í máli Alþýðusambands Íslands gegn SA um lögmæti boðunar verkbanns SA á félagsfólk Eflingar.

Miðlunartillaga verður samþykkt

Ragnar segir dóminn þó ekki hafa þýðingu vegna þess verkbanns sem SA boðuðu nú fyrir nokkrum dögum og hefði átt að koma til framkvæmdar komandi fimmtudag.

„Vegna þess að það liggur fyrir, og ég held að allir séu sammála um það, að miðlunartillaga sáttasemjara verður samþykkt og þar af leiðandi mun ekki koma til frekari vinnustöðvana í deilunni,“ segir Ragnar.

Víðtæk áhrif verkfalls um allt land

ASÍ taldi að verk­banns­boðunin væri ólög­leg vegna þess að all­ir fé­lags­menn SA voru á kjörskrá burt­séð frá því hvort þeir starfi á fé­lags­svæði Efl­ing­ar eða ekki.

Ragnar segir það í raun ekki úrslitaatriði.

„Þarna var ákveðið að viðhafa þetta form af atkvæðagreiðslu sem vinnulöggjöfin heimilar eins og Félagsdómur hefur staðfest vegna víðtækra áhrifa verkfalls Eflingar um allt land,“ segir hann.

Ragnar sagði að af þeim sökum hafi stjórn SA þótt eðlilegt að viðhafa þessa tegund atkvæðagreiðslu.

„Það er ekki þar með sagt að það verði gert aftur með þeim hætti vegna kannski staðbundinna verkfalla sem atvinnurekendur telja sig þurfa að bregðast við.“

mbl.is