Jóhann Páll fær ekki að leggja fram fyrirspurn

Lindarhvoll | 6. mars 2023

Jóhann Páll fær ekki að leggja fram fyrirspurn

Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, fær ekki að leggja fram fyrirspurn til forseta Alþingis um framlagningu á vinnuskjali ríkisendurskoðanda í tengslum við Lindarhvolsmálið. Þetta varð ljóst eftir atkvæðagreiðslu þess efnis á Alþingi í dag.

Jóhann Páll fær ekki að leggja fram fyrirspurn

Lindarhvoll | 6. mars 2023

Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, fær ekki að leggja fram fyrirspurn til forseta Alþingis um framlagningu á vinnuskjali ríkisendurskoðanda í tengslum við Lindarhvolsmálið. Þetta varð ljóst eftir atkvæðagreiðslu þess efnis á Alþingi í dag.

Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, fær ekki að leggja fram fyrirspurn til forseta Alþingis um framlagningu á vinnuskjali ríkisendurskoðanda í tengslum við Lindarhvolsmálið. Þetta varð ljóst eftir atkvæðagreiðslu þess efnis á Alþingi í dag.

Fyrirspurn Jóhans Páls var synjað með 28 atkvæðum gegn 14.

At­kvæðagreiðsla fór fram í dag á Alþingi um heim­ild tveggja þing­manna, Björns Levís Gunn­ars­son­ar og Jó­hanns Páls Jó­hanns­son­ar, til að leggja fram fyr­ir­spurn­ir til for­seta þings­ins, en hann hef­ur synjað þeim um að leggja fyr­ir­spurn­irn­ar fram.

Fyrirspurn Björns Levís var synjað með 33 atkvæðum gegn þremur, sex greiddu ekki atkvæði.

Starfsemi ríkisendurskoðanda falli ekki undir stjórnsýslu þingsins

Málið snýst um Lind­ar­hvols­málið, fram­lagn­ingu á vinnu­skjali, sem rík­is­endurend­ur­skoðandi hef­ur hafnað því að lagt verði fram.

Að sögn Birg­is Ármanns­son­ar, for­seta Alþing­is, bygg­ir hann synj­un sína á því að fyr­ir­spurn­irn­ar, sem þing­menn­irn­ir hafa óskað heim­ild­ar til að leggja fram, varði starf­semi rík­is­end­ur­skoðanda en ekki stjórn­sýslu Alþing­is. Heim­ild­in til að beina fyr­ir­spurn­um til for­seta tak­markist við stjórn­sýslu á veg­um þings­ins sbr. 3. mgr. 8. gr. þing­skapa, en skv. 2. mgr. 91. gr. sé skýr­lega kveðið á um að starf­semi rík­is­end­ur­skoðanda falli ekki und­ir stjórn­sýslu þings­ins.

„Það væri því ber­sýni­lega í and­stöðu við ákvæði þing­skapa að heim­ila fram­lagn­ingu þess­ara fyr­ir­spurna,“ seg­ir Birg­ir.

Birgir Ármannsson forseti Alþingis.
Birgir Ármannsson forseti Alþingis. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is