Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, fær ekki að leggja fram fyrirspurn til forseta Alþingis um framlagningu á vinnuskjali ríkisendurskoðanda í tengslum við Lindarhvolsmálið. Þetta varð ljóst eftir atkvæðagreiðslu þess efnis á Alþingi í dag.
Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, fær ekki að leggja fram fyrirspurn til forseta Alþingis um framlagningu á vinnuskjali ríkisendurskoðanda í tengslum við Lindarhvolsmálið. Þetta varð ljóst eftir atkvæðagreiðslu þess efnis á Alþingi í dag.
Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, fær ekki að leggja fram fyrirspurn til forseta Alþingis um framlagningu á vinnuskjali ríkisendurskoðanda í tengslum við Lindarhvolsmálið. Þetta varð ljóst eftir atkvæðagreiðslu þess efnis á Alþingi í dag.
Fyrirspurn Jóhans Páls var synjað með 28 atkvæðum gegn 14.
Atkvæðagreiðsla fór fram í dag á Alþingi um heimild tveggja þingmanna, Björns Levís Gunnarssonar og Jóhanns Páls Jóhannssonar, til að leggja fram fyrirspurnir til forseta þingsins, en hann hefur synjað þeim um að leggja fyrirspurnirnar fram.
Fyrirspurn Björns Levís var synjað með 33 atkvæðum gegn þremur, sex greiddu ekki atkvæði.
Málið snýst um Lindarhvolsmálið, framlagningu á vinnuskjali, sem ríkisendurendurskoðandi hefur hafnað því að lagt verði fram.
Að sögn Birgis Ármannssonar, forseta Alþingis, byggir hann synjun sína á því að fyrirspurnirnar, sem þingmennirnir hafa óskað heimildar til að leggja fram, varði starfsemi ríkisendurskoðanda en ekki stjórnsýslu Alþingis. Heimildin til að beina fyrirspurnum til forseta takmarkist við stjórnsýslu á vegum þingsins sbr. 3. mgr. 8. gr. þingskapa, en skv. 2. mgr. 91. gr. sé skýrlega kveðið á um að starfsemi ríkisendurskoðanda falli ekki undir stjórnsýslu þingsins.
„Það væri því bersýnilega í andstöðu við ákvæði þingskapa að heimila framlagningu þessara fyrirspurna,“ segir Birgir.