„Eftir eitt til tvö ár biðja þær um púða aftur því það var ekki þetta“

Ásdís Rán | 7. mars 2023

„Eftir eitt til tvö ár biðja þær um púða aftur því það var ekki þetta“

Ágúst Birgisson lýtalæknir er gestur Ásdísar Ránar Gunnarsdóttur í hlaðvarpsþættinum, Krassandi konur. Í þættinum ræða þau ýmis hitamál varðandi lýtalækningar. Þar á meðal brjóstapúða og áhrif þeirra á heilsu kvenna. 

„Eftir eitt til tvö ár biðja þær um púða aftur því það var ekki þetta“

Ásdís Rán | 7. mars 2023

Ásdís Rán Gunnarsdótti og Ágúst Birgisson ræddu um brjóstapúða í …
Ásdís Rán Gunnarsdótti og Ágúst Birgisson ræddu um brjóstapúða í hlaðvarpi hennar, Krassandi konur. Ljósmynd/Samsett

Ágúst Birgisson lýtalæknir er gestur Ásdísar Ránar Gunnarsdóttur í hlaðvarpsþættinum, Krassandi konur. Í þættinum ræða þau ýmis hitamál varðandi lýtalækningar. Þar á meðal brjóstapúða og áhrif þeirra á heilsu kvenna. 

Ágúst Birgisson lýtalæknir er gestur Ásdísar Ránar Gunnarsdóttur í hlaðvarpsþættinum, Krassandi konur. Í þættinum ræða þau ýmis hitamál varðandi lýtalækningar. Þar á meðal brjóstapúða og áhrif þeirra á heilsu kvenna. 

Ágúst segir að brjóstastækkun sé mikið inngrip. Það sé vegna þess að verið sé að setja aðskotahlut inn í líkamann. Hann segir að það séu ekki allar sem þola það.

„Auðvitað er brjóstastækkun með púða það að settur er aðskotahlutur inn í líkamann. Það sem líkaminn gerir við allan aðskotahlut er að hann reynir að einangra aðskotahlutinn. Hann býr til örvef í kringum aðskotahlutinn eða púðann,“ segir Ágúst og bendir á að konur bregðist misjafnlega við brjóstapúðunum. Hann segir að sumar finni fyrir þessu en aðrar ekki. 

„Í þessu tilfelli er talað um að þetta hafi áhrif á ónæmiskerfið sem er raunverulega það er pínu nýtt. það er búið að íja að þessu síðan 1965. Það eru fáir hlutir sem hafa verið rannsakaðir jafnofboðslega mikið í tugi ára. Það er núna fyrst sem núna sem hægt er að sjá örlitla hækkun á vissum ónæmisþáttum hjá einstaklingum. Þetta er búið að loða við en það hefur aldrei verið hægt að sanna hvort þetta er til í raunveruleikanum eða ekki,“ segir Ágúst. 

Ásdís Rán spyr Ágúst hvort einkennin varðandi brjóstapúðana geti verið svipuð og einkenni vegna breytingaskeiðs. Hann segir að það sé margt sem spilar inn í. Þess vegna sé erfitt að greina nákvæmlega hvort brjóstapúðar valdi óþægindum eða hvort það sé eitthvað annað. 

„Ég held að á næstu árum eigum við eftir að sjá ákveðnari greiningu hjá ákveðnum einstaklingum sem er þá hægt að taka púðana úr og gera eitthvað við. Það væri mikil synd að fjarlægja púða að óþörfu.“

„Ég hef orðið var við það í gegnum tíðina að konur séu með einkenni vegna brjóstapúða. Við fjarlægjum púðana. Eftir eitt til tvö ár biðja þær um púða aftur því það var ekki þetta,“ segir hann. 

Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni hér fyrir neðan: 

mbl.is