Lindarhvoli ber að afhenda álitsgerð um félagið

Lindarhvoll | 8. mars 2023

Lindarhvoli ber að afhenda álitsgerð um félagið

Lindarhvoli ehf. ber að veita Frigus II ehf. aðgang að álitsgerð sem MAGNA lögmannsstofan vann fyrir forsætisnefnd Alþingis varðandi sölu Lindarhvols á Klakka ehf. sem hét áður Exista. 

Lindarhvoli ber að afhenda álitsgerð um félagið

Lindarhvoll | 8. mars 2023

Lindarhvoll ehf. var stofnað til þess að annast um­sýslu, fulln­ustu …
Lindarhvoll ehf. var stofnað til þess að annast um­sýslu, fulln­ustu og sölu á eign­um rík­is­sjóðs. Mynd/mbl.is

Lindarhvoli ehf. ber að veita Frigus II ehf. aðgang að álitsgerð sem MAGNA lögmannsstofan vann fyrir forsætisnefnd Alþingis varðandi sölu Lindarhvols á Klakka ehf. sem hét áður Exista. 

Lindarhvoli ehf. ber að veita Frigus II ehf. aðgang að álitsgerð sem MAGNA lögmannsstofan vann fyrir forsætisnefnd Alþingis varðandi sölu Lindarhvols á Klakka ehf. sem hét áður Exista. 

Úrskurðarnefnd um upplýsingamál komst að þessari niðurstöðu í dag í máli Lindarhvols.

Álitsgerðin tekur fyrir hvort afhenda ætti greinargerð Sigurðar Þórðarsonar, fyrrverandi setts ríkisendurskoðanda, um málefni Lindarhvols frá 2018.

Grunur um að selt hafi verið á undirverði

Eins og áður hefur verið greint frá er Frigus II í eigu Sigurðar Valtýssonar, Ágústs Guðmundssonar og Lýðs Guðmundssonar en félagið krafðist aðgangs að gögnum MAGNA. Félagið hefur þá stefnt Lindarhvoli og íslenska ríkinu og krafist 650 milljóna í skaðabætur vegna sölu Lindarhvols á Klakka sem var þá í eigu ríkisins.

Lindarhvoll var stofnað 2016 til að sjá um eignir sem ríkið fékk til sín í kjölfar bankahrunsins. Lindarhvoli var skylt að gæta hagsmuna ríkisins og fá besta mögulega verð fyrir fyrir allar þær eignir. Grunur hefur verið um að margar eigurnar hafi verið seldar á undirverði.

Opinbera ekki greinargerðina þrátt fyrir kröfur

Mikið hefur verið deilt um það á Alþingi hvort greinargerð Sigurðar Þórðarsonar skuli vera birt en án árangurs þrátt fyrir kröfu ýmissa þingmanna. Á mánudaginn kusu þingmenn Alþingis um hvort heimila ætti tveim þingmönnum að leggja fyrirspurn um málið til forseta þingsins en þeim var synjað um það af meirihluta þingsins.

Ríkisendurskoðun sendi frá sér tilkynningu á dögunum um greinargerð Sigurðar Þórðarsonar þar sem kom fram að fara ætti með greinargerðina sem vinnuskjal í samræmi við lög um ríkisendurskoðanda. Þá ítrekar embættið að það sé ekki á valdi Alþingis að veita aðgang að vinnuskjali sem verður til við lögbundin störf og að verkefninu væri ekki lokið. 

mbl.is