Þegar matargúrú mælir með uppskrift þá leggjum við hin við hlustir. Meistarakokkurinn og matarbloggarinn Berglind Hreiðars á Gotteri.is fer stórum orðum um þessa pístu sem hún mælir heilshugar með.
Þegar matargúrú mælir með uppskrift þá leggjum við hin við hlustir. Meistarakokkurinn og matarbloggarinn Berglind Hreiðars á Gotteri.is fer stórum orðum um þessa pístu sem hún mælir heilshugar með.
„Ostapizzur slá alltaf í gegn og eru góð tilbreyting frá klassískri pizzu. Hér er á ferðinni pizza með rjómaosti, 4 osta blöndu, mozzarellakúlum og karamellíseruðum lauk, nammi nammi, namm, mögulega eins sú besta pizza sem ég hef prófað!“
Ostaveisla
Uppskrift dugar fyrir 4 litlar (12 tommu) pizzur
Pizzadeig
- 950 g hveiti
- 600 ml volgt vatn
- 1 þurrgersbréf (11,8g)
- 4 msk. ólífuolía
Aðferð:
- Setjið þurrefnin í hrærivélarskál og festið krókinn á (þetta deig má einnig hnoða saman í höndunum en þá þarf að gera stóra holu í þurrefnahrúguna og blanda vatni og olíu saman við í nokkrum skömmtum).
- Blandið þurrefnunum saman og hellið vatni og ólífuolíu saman við og hnoðið í nokkrar mínútur.
- Penslið stóra skál með matarolíu, veltið deigkúlunni upp úr olíunni, plastið skálina og leyfið að hefast í um eina klukkustund.
- Skiptið niður í 4 hluta, setjið álegg á hvern botn og bakið við 220°C í um 13-15 mínútur.
Karamellíseraður laukur
- 4 stórir laukar
- 80 g smjör
- 2 tsk. salt
- 6 msk. sykur
Aðferð:
- Steikið laukinn við meðalháan hita upp úr smjörinu þar til hann mýkist.
- Saltið og sykrið og steikið áfram við lágan hita þar til laukurinn fer aðeins að brúnast og karamellíserast, slökkvið þá á hellunni og látið laukinn standa þar til hann fer á pizzuna.
Annað hráefni og samsetning
- 400 g rjómaostur frá Gott í matinn (við stofuhita)
- Oregano krydd
- 1 ½ poki 4 osta blanda frá Gott í matinn
- 1 ½ + 2 dósir Mozzarellaperlur frá Gott í matinn
- Klettasalat (1 poki)
- Furuhnetur
- 12 sneiðar hráskinka
- Smá sítrónusafi
- Gróft salt
- Góð ólífuolía
- Balsamikgljái
Aðferð:
- Smyrjið rjómaosti yfir hvern botn og stráið vel af Oregano yfir.
- Skiptið næst lauknum á milli botnanna og dreifið vel úr.
- Stráið þá 4 osta blöndu yfir allt og um 20 mozzarellaperlum á hverja pizzu.
- Bakið við 220°C í um 15 mínútur og takið úr ofninum þegar kantarnir eru orðnir vel gylltir.
- Toppið með klettasalati, furuhnetum, hráskinku, sítrónusafa, ólífuolíu, balsamikgljáa og grófu salti.
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir