Þetta borða og drekka flugfreyjur ekki í háloftunum

Ferðaráð | 10. mars 2023

Þetta borða og drekka flugfreyjur ekki í háloftunum

Flugfreyjur og þjónar eru sérfræðingar þegar kemur að því hvað má og hvað má ekki gera um borð í flugvél. Þau sinna afar mikilvægu öryggisstarfi í háloftunum, en samhliða því sjá þau um drykkjar- og veitingasölu um borð.

Þetta borða og drekka flugfreyjur ekki í háloftunum

Ferðaráð | 10. mars 2023

Samsett mynd

Flugfreyjur og þjónar eru sérfræðingar þegar kemur að því hvað má og hvað má ekki gera um borð í flugvél. Þau sinna afar mikilvægu öryggisstarfi í háloftunum, en samhliða því sjá þau um drykkjar- og veitingasölu um borð.

Flugfreyjur og þjónar eru sérfræðingar þegar kemur að því hvað má og hvað má ekki gera um borð í flugvél. Þau sinna afar mikilvægu öryggisstarfi í háloftunum, en samhliða því sjá þau um drykkjar- og veitingasölu um borð.

Flugfreyjur og þjónar nefna iðulega þrennt sem boðið er upp á um borð í flestum flugvélum sem þau myndu aldrei borða eða drekka. 

1. Kranavatn (þar með talið kaffi og te)

„Ég drekk aldrei kranavatn í flugvélum. Kaffi og te er búið til með kranavatni sem kemur úr vatnstönkum flugvélarinnar,“ sagði Sue Fogwell, fyrrverandi flugfreyja til 22 ára, í samtali við ferðavef Travel + Leisure

„Ef þú vilt kaffi, kauptu það á flugvellinum. Ef þú þarft koffín um borð skaltu biðja um kók eða pepsí,“ bætti hún við. 

Ljósmynd/Pexels/Andrew Neel

2. Matvæli sem mynda loft í maganum

„Í flugvél getur breyting á loftþrýstingi farið illa í magann. Þetta á sérstaklega við ef þú ferðast nokkrum sinnum í viku, en þá getur þú farið að finna mikinn mun.

Af þessum sökum forðast ég alltaf að borða mat sem myndar loft í maganum og veldur uppþembu, eins og lauk, grænkál, baunir, rautt kjöt, linsubaunir, glúten og spergilkál,“ segir Josephine Remo, fyrrverandi flugfreyja til sjö ára. 

Þá segir Remo kolsýrða drykki einnig geta leitt til óþæginda, og því gæti verið góð hugmynd að sleppa þeim. 

Ljósmynd/Unsplash/Tijana Drndarski

3. Bloody Mary-kokteilar

Það hefur verið vísindalega sannað að Bloody Mary-kokteillinn bragðast betur í háloftunum. Natríuminnihald drykksins er hins vegar mjög hátt, og því mælir Fogwell með því að fólk sleppi því að fá sér kokteilinn í háloftunum. 

Það að innbyrða of mikið af salti getur valdið uppþembu og ofþornun, svo ef þú ákveður að fá þér Bloody Mary-kokteil, vertu þá viss um að drekka nóg af vatni á móti. 

Ljósmynd/Pexels/Osvaldo Romito
mbl.is