Við elskum pítsur og erum handviss um að þið gerið það líka. Hér eru diskar sem pítsaunnendur verða að eignast.
Við elskum pítsur og erum handviss um að þið gerið það líka. Hér eru diskar sem pítsaunnendur verða að eignast.
Við elskum pítsur og erum handviss um að þið gerið það líka. Hér eru diskar sem pítsaunnendur verða að eignast.
Umræddir diskar eru frá vörumerkinu Bitossi, sem eru þekktir fyrir litrík matarstell og borðbúnað úr gleri sem og póstulíni. Þessir fallegu pítsadiskar eru skírskotun í svokallaða sítruspappíra sem notaðir voru utan um appelsínur á síðustu öld. Hver diskur ber sitt eigið slagorð, en til að mynda stendur 'la Bellissima' fyrir sú fallegasta og 'la Gustosa' fyrir sú bragðgóða - svo eitthvað sé nefnt.
Pítsuplattarnir fást í nokkrum útfærslum og eru 32 cm í þvermál - fyrir utan að þola bæði uppþvottavél og örbylgjuofn. Diskarnir fögru fást í sælkeraversluninni Kokku.