Sér eftir að hafa notað „of mikið“ af fyllingarefnum

Fegrunaraðgerðir | 11. mars 2023

Sér eftir að hafa notað „of mikið“ af fyllingarefnum

Leikkonan Courteney Cox segist hafa notað „of mikið“ af fyllingarefnum í andlitið á sér og að hún hafi á endanum litið „mjög undarlega“ út. 

Sér eftir að hafa notað „of mikið“ af fyllingarefnum

Fegrunaraðgerðir | 11. mars 2023

Leikkonan Courteney Cox sér eftir að hafa notað fyllingarefni og …
Leikkonan Courteney Cox sér eftir að hafa notað fyllingarefni og hún hefur nú látið leysa þau upp. LEON BENNETT

Leik­kon­an Courteney Cox seg­ist hafa notað „of mikið“ af fyll­ing­ar­efn­um í and­litið á sér og að hún hafi á end­an­um litið „mjög und­ar­lega“ út. 

Leik­kon­an Courteney Cox seg­ist hafa notað „of mikið“ af fyll­ing­ar­efn­um í and­litið á sér og að hún hafi á end­an­um litið „mjög und­ar­lega“ út. 

Í nýj­asta þætti hlaðvarps­ins Gloss Ang­eles tal­ar Cox op­in­skátt um of­notk­un sína á fyll­ing­ar­efn­um í and­litið á sér og viður­kenn­ir að það sé henn­ar stærsta eft­ir­sjá þegar kem­ur að út­lit­inu. 

„Þetta eru dómínóá­hrif. Þú átt­ar þig ekki á því að þú lít­ur skringi­lega út, svo þú held­ur bara áfram að gera meira vegna þess að þér finnst þú líta eðli­lega út,“ út­skýrði Cox í þætt­in­um. 

Laus við fyll­ing­ar­efn­in í dag

Hún viður­kenn­ir að hafa á tíma­bili notað „of mikið af fyll­ing­ar­efn­um“ í and­litið á sér og hafi á end­an­um áttað sig á því að hún „þyrfti að láta leysa þau upp“. 

„Guði sér lof að þau séu upp­leys­an­leg. Ég klúðraði miklu með fyll­ing­ar­efn­um og núna, sem bet­ur fer, get ég snúið því við að mestu,“ bætti hún við. 

Í upp­hafi ákvað Cox að fá sér fyll­ing­ar­efni í von um að sporna við öldrun í and­liti, en í dag seg­ir Cox hafa allt aðra sýn á öldrun. „Það að ég hafi haldið að ég væri að eld­ast þegar ég var enn mjög ung, það var bara böm­mer og tíma­sóun,“ út­skýrði Cox.

mbl.is