Neyðarskýlin opin lengur í gær vegna kuldans

Neyðarskýlin opin lengur í gær vegna kuldans

Neyðarskýlin í Reykjavík voru opin lengur í gær vegna kuldans, eða til klukkan tólf á hádegi en ekki tíu eins og vanalega. Sólarhringsopnun hefur þó ekki verið um helgina.

Neyðarskýlin opin lengur í gær vegna kuldans

Heimilislaust fólk í Reykjavík | 12. mars 2023

Neyðarskýlið á Lindargötu.
Neyðarskýlið á Lindargötu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Neyðarskýlin í Reykjavík voru opin lengur í gær vegna kuldans, eða til klukkan tólf á hádegi en ekki tíu eins og vanalega. Sólarhringsopnun hefur þó ekki verið um helgina.

Neyðarskýlin í Reykjavík voru opin lengur í gær vegna kuldans, eða til klukkan tólf á hádegi en ekki tíu eins og vanalega. Sólarhringsopnun hefur þó ekki verið um helgina.

Neyðaráætlun vegna veðurs í málaflokki heimilislausra er virkjuð þegar fólki er almennt ráðlagt að halda sig inni við, í appelsínugulum og rauðum veðurviðvörunum, eða í miklu frosti vegna aukinnar hættu á ofkælingu.

Ekki er miðað við ákveðið hitastig, heldur er staðan metin hverju sinni, meðal annars hvort mikill vindur sé í kortunum.

Alltaf fylgst með veðri

Kalt hefur verið um helgina en í gærmorgun mældist mesta frost í Reykjavík í marsmánuði frá því árið 1998.

Neyðaráætlunin var ekki virkjuð um helgina, en alltaf er þó fylgst með veðri og brugðist við ef þess þarf, að sögn Hólmfríðar Helgu Sigurðardóttur, upplýsingafulltrúa velferðarsviðs Reykjavíkurborgar.

Umræða opnast

Kuldatíðin í vetur hefur beint at­hygli Íslend­inga að mál­efn­um heim­il­is­lausra. 

Heimilslausir vöktu einnig athygli á stöðu sinni á samfélagsmiðlum í desember.

mbl.is