Það sem þú verður að vita fyrir Óskarinn

Óskarsverðlaunin 2023 | 12. mars 2023

Það sem þú verður að vita fyrir Óskarinn

Óskarsverðlaunin verða veitt í kvöld í Los Angeles í Bandaríkjunum og fer verðlaunaafhendingin fram með pompi og prakt eins og hún hefur gert svo oft áður. Þetta er í 95. sinn sem verðlaunin eftirsóknarverðu verða veitt.

Það sem þú verður að vita fyrir Óskarinn

Óskarsverðlaunin 2023 | 12. mars 2023

Rauði dregillinn er ekki lengur rauður eins og hann hefur …
Rauði dregillinn er ekki lengur rauður eins og hann hefur verið síðan 1960 en hann er nú í kampavínslit. AFP

Óskar­sverðlaun­in verða veitt í kvöld í Los Ang­eles í Banda­ríkj­un­um og fer verðlauna­af­hend­ing­in fram með pompi og prakt eins og hún hef­ur gert svo oft áður. Þetta er í 95. sinn sem verðlaun­in eft­ir­sókn­ar­verðu verða veitt.

Óskar­sverðlaun­in verða veitt í kvöld í Los Ang­eles í Banda­ríkj­un­um og fer verðlauna­af­hend­ing­in fram með pompi og prakt eins og hún hef­ur gert svo oft áður. Þetta er í 95. sinn sem verðlaun­in eft­ir­sókn­ar­verðu verða veitt.

Útsend­ing frá hátíðinni hefst á miðnætti í kvöld og eru því enn þá nokkr­ir klukku­tím­ar til stefnu til þess að und­ir­búa sig fyr­ir hátíðina áður en maður tek­ur fram snakkið og ídýf­una fyr­ir næt­ur­langt sjón­varps­gláp. Í til­efni verðlauna­hátíðar­inn­ar hef­ur mbl.is tekið sam­an lista yfir þá hluti sem mik­il­vægt er að vita af áður en að hátíðin hefst.

Kynn­ir í þriðja sinn

Í fyrsta lagi er hægt að nefna að sjón­varps­maður­inn góðkunni Jimmy Kimmel mun vera kynn­ir Óskars­ins í kvöld. Kimmel er eng­inn nýgræðing­ur þegar það kem­ur að því að vera kynn­ir á Óskar­sverðlauna­hátíðinni en þetta verður í þriðja skipti sem hann fær þann heiður.

Kimmel mun ef­laust von­ast til þess að kvöldið í kvöld verði viðburðarminna en þegar hann var kynn­ir árið 2017 en þá leyst­ist hátíðin upp í ringul­reið und­ir lok at­hafn­ar­inn­ar þegar  röng mynd var til­kynnt sem besta mynd­in. Þá var upp­runa­lega til­kynnt að mynd­in La La Land hafi borið sig­ur úr být­um og allt teymi mynd­ar­inn­ar kallað upp á svið áður en í ljós kom að mynd­in Moon­lig­ht hafi í raun unnið verðlaun­in eft­ir­sókn­ar­verðu. 

Rauði dreg­ill­inn ekki rauður

Þá hef­ur það vakið at­hygli að hinn tákn­ræni rauði dreg­ill sem gest­ir á hátíðinni ganga áður en að hátíðin hefst hef­ur skipt um lit. Rauði dreg­ill­inn er ekki leng­ur rauður eins og hann hef­ur verið síðan árið 1960 en hann er nú í kampa­vínslit (e. champagne col­or­ed). 

Sam­kvæmt tíma­rit­inu The Hollywood Report­er var breyt­ing­in á rauða dregl­in­um gerð til þess að skipu­leggj­end­ur gætu skipt óaðfinn­an­lega frá komu gesta á dag­tíma yfir í glæsi­lega kvöld­um­gjörð. 

Von­ast eft­ir engu of­beldi

Núna er ár liðið frá því að eitt um­deild­asta og fræg­asta at­vik Óskars­ins átti sér stað en það var þegar Will Smith gekk upp á svið og löðrungaði grín­ist­ann Chris Rock eft­ir að hann hafði gert grín að Jada Pin­kett Smith, eig­in­konu Will Smith.

Kimmel spaugaði með at­vikið fræga á miðviku­dag­inn þegar nýi dreg­ill­inn var op­in­beraður og sagðist vona að það yrði ekk­ert of­beldi á hátíðinni í kvöld. 

„Ef það verður of­beldi á hátíðinni þá held ég að sú ákvörðun að breyta lit dreg­ils­ins sýni hversu viss við erum um að það verði engu blóði úthellt í kvöld.“

Íslend­ing­ur til­nefnd­ur

Þá get­ur oft verið gott að renna yfir lista yfir þá sem eru til­nefnd­ir til verðlauna í flokk­un­um en það er hægt að gera í frétt­inni hér fyr­ir neðan.

Sara Gunn­ars­dótt­ir er til dæm­is til­nefnd til Óskar­sverðlauna fyr­ir stuttu teikni­mynd­ina My Year of Dicks en Sara er leik­stjóri mynd­ar­inn­ar. Mynd­in ger­ist árið 1991 og seg­ir þar frá Pam sem er að reyna að missa mey­dóm­inn og leita að hinum eina rétta.

Erfitt er spá fyr­ir um hver hrepp­ir verðlaun í kvöld en kvik­mynd­in Everything All at Once er tal­in sig­ur­strang­leg­ust til þess að vinna verðlaun fyr­ir bestu mynd. Kvik­mynd­in hlaut jafn­framt flest­ar til­nefn­ing­ar eða alls ell­efu. 

Mun Ri­hanna stela sen­unni enn eina ferðina?

Eins og oft áður eru marg­ir spennt­ir fyr­ir því að sjá tón­list­ar­atriðin sem verða flutt á hátíðinni en öll lög­in sem eru til­nefnd til verðlauna fyr­ir besta frum­samda lag í kvik­mynd verða flutt.

Þar má helst nefna að Ri­hanna mun stíga á svið og flytja lagið sitt Lift Me Up úr kvik­mynd­inni Black Pant­her: Wak­anda For­ever en ná­kvæm­lega mánuður er liðinn síðan að hún gerði allt tryllt í hálfleik Of­ur­skál­ar NFL-deild­ar­inn­ar í Banda­ríkj­un­um.

Þá var til­kynnt fyr­ir viku síðan að Lady Gaga muni koma fram og flytja lagið Hold My Hand úr kvik­mynd­inni Top Gun: Maverick en áður hafði verið til­kynnt að hún myndi ekki gera það.

mbl.is