Fraser og Yeoh unnu

Óskarsverðlaunin 2023 | 13. mars 2023

Fraser og Yeoh unnu

Bandaríski-kanadíski leikarinn Brendan Fraser var valinn besti leikari ársins á Óskarsverðlaunahátíðinni. Michelle Yeoh var valin besta leikkona í aðalhlutverki. 

Fraser og Yeoh unnu

Óskarsverðlaunin 2023 | 13. mars 2023

Brendan Fraser og Michelle Yeoh þóttu skara fram úr.
Brendan Fraser og Michelle Yeoh þóttu skara fram úr.

Bandaríski-kanadíski leikarinn Brendan Fraser var valinn besti leikari ársins á Óskarsverðlaunahátíðinni. Michelle Yeoh var valin besta leikkona í aðalhlutverki. 

Bandaríski-kanadíski leikarinn Brendan Fraser var valinn besti leikari ársins á Óskarsverðlaunahátíðinni. Michelle Yeoh var valin besta leikkona í aðalhlutverki. 

Fraser fer með aðalhlutverk í kvikmyndinni The Whale sem notið hefur mikilla vinsælda. Fraser var klökkur þegar hann þakkaði fyrir sig á sviðinu í kvöld. Þeir Austin Butler, Colin Farrell Paul Mescal og Bill Nighy voru einnig tilnefndir.

Yeoh fer með aðalhlutverk í kvikmyndinni Everything Everywhere All at Once en myndin hefur sópað til sín verðlauna undanfarnar vikur. Einnig voru tilnefndar Cate Blanchett, Ana de Armas, Andrea Riseborough og Michelle Williams.

mbl.is