Mál manns sem var hálfa öld á dauðadeild endurupptekið

Dauðarefsingar | 13. mars 2023

Mál manns sem var hálfa öld á dauðadeild endurupptekið

Mál Japana, sem sat á dauðdeild í nærri hálfa öld, verður tekið til endurupptöku hjá dómstóli.

Mál manns sem var hálfa öld á dauðadeild endurupptekið

Dauðarefsingar | 13. mars 2023

Iwao Hakamada á leið í Hæstarétt Japan í dag ásamt …
Iwao Hakamada á leið í Hæstarétt Japan í dag ásamt systur sinni, Hideko Hakamada. AFP/Kazuhiro Nogi

Mál Japana, sem sat á dauðdeild í nærri hálfa öld, verður tekið til endurupptöku hjá dómstóli.

Mál Japana, sem sat á dauðdeild í nærri hálfa öld, verður tekið til endurupptöku hjá dómstóli.

BBC greinir frá því að Iwao Hakamada, sem er nú 87 ára gamall, sé sá fangi sem hefur setið lengst á dauðdeild allra í heiminum. Hakamada var áður atvinnuboxari.

Hann var dæmdur árið 1968 fyrir að stinga yfirmann sinn, eiginkonu hans og tvö börn þeirra til bana árið 1966 nærri Tókýó. 

Hakamada játaði verknaðinn eftir að hafa verið yfirheyrður í 20 daga. Hann sagðist hafa verið barinn er þær stóðu yfir. Hann dró síðan játninguna til baka frammi fyrir dómi. 

Skera úr um hvort DNA tilheyrði Hakamada

Mannréttindasamtök hafa gagnrýnt japönsk yfirvöld fyrir að reiða sig of mikið á játningar, sem þau segja að lögreglan fái oft fram með valbeitingu. 

Endurupptaka í máli Hakamada mun skera úr um hvort DNA sem fannst á fötum fórnarlambanna hafi í raun verið úr Hakamada. Lögmenn hans segja erfðaefnið ekki vera úr skjólastæðingi þeirra og að sönnunargögnin hafi verið tilbúningur. 

Árið 2014 var Hakamada látinn laus er héraðsdómur tók aftur upp málið. Dómstólinn komst að þeirri niðurstöðu að rannsakendur gætu hafa falsað sönnunargögn. Æðra dómstig í Tókýó sneri við þeim dómi og í kjölfarið var málinu áfrýjað til Hæstaréttar Japan. 

Hæstiréttur hefur því nú loks komist að þeirri niðurstöðu að taka skuli málið upp að nýju. 

Andlegri heilsu Hakamada hrakað

„Ég hef beðið í 57 ár eftir þessum degi og nú er hann runnin upp,“ sagði Hideko Hakamada, systir Iwao, sem er nú níræð og hef­ur bar­ist fyr­ir bróður sinn um ára­tuga skeið.

„Ég hef beðið í 57 ár eftir þessum degi og …
„Ég hef beðið í 57 ár eftir þessum degi og nú er hann runnin upp,“ sagði Hideko Hakamada systir Iwao. AFP/Kazuhiro Nogi

„Loksins hefur þungi fargi verið lyft af herðum mér.“

Fjölskylda Hakamada segja að andlegri heilsu hans hafi hrakað eftir áratugi í fangelsi. 

Ferli endurupptöku málsins gæti tekið nokkur ár.

mbl.is