Nýjar línur fyrir sumarið frá GUBI

Huggulegheit | 13. mars 2023

Nýjar línur fyrir sumarið frá GUBI

Einn smekklegasti húsgagnaframleiðandinn, GUBI, hefur sett línurnar fyrir sumarið með glæsilegum stólum og borði. Og þrátt fyrir nístingskulda hér á landi, þá megum við alveg láta okkur dreyma um heitari tíma með fleiri samverustundum utandyra.

Nýjar línur fyrir sumarið frá GUBI

Huggulegheit | 13. mars 2023

Breiðar rendur einkenna sumarið hjá GUBI.
Breiðar rendur einkenna sumarið hjá GUBI. mbl.is/GUBI

Einn smekklegasti húsgagnaframleiðandinn, GUBI, hefur sett línurnar fyrir sumarið með glæsilegum stólum og borði. Og þrátt fyrir nístingskulda hér á landi, þá megum við alveg láta okkur dreyma um heitari tíma með fleiri samverustundum utandyra.

Einn smekklegasti húsgagnaframleiðandinn, GUBI, hefur sett línurnar fyrir sumarið með glæsilegum stólum og borði. Og þrátt fyrir nístingskulda hér á landi, þá megum við alveg láta okkur dreyma um heitari tíma með fleiri samverustundum utandyra.

Strandarlífsstíll Miðjarðarhafsins er hálfgert þema hjá GUBI í ár – þar sem breiðar rendur í textíl í sólkysstum litum eru áberandi. Stólahönnun frá árinu 1950 og kallast Tropique Collection sést hér í suðrænni útgáfu. Sætisbak, sessa og bogadregnir armar eru bólstruð með Leslie Jacquard efni, sem er eingöngu þróað fyrir GUBI. Stólagrindin er fáanleg í svörtu og hvítu stáli, og er í sama stíl og borðið sem kemur úr sömu vörulínu – en þess má geta að húsgögnin eru veðurþolin yfir sumartímann. Húsgögnin frá GUBI fást í versluninni Epal.

mbl.is/GUBI
mbl.is/GUBI
Borð og stólar í Tropique vörulínunni frá GUBI.
Borð og stólar í Tropique vörulínunni frá GUBI. mbl.is/GUBI
mbl.is/GUBI
mbl.is