Leyndin yfir gögnunum orðið sjálfstætt vandamál

Alþingi | 14. mars 2023

Leyndin yfir gögnunum orðið sjálfstætt vandamál

Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, krafði Birgi Ármannsson, forseta Alþingis, svara um það við upphaf þingfundar í gær hvort hann liti svo á að úrskurðarnefnd um upplýsingamál bannaði birtingu greinargerðar um Lindarhvol ehf. 

Leyndin yfir gögnunum orðið sjálfstætt vandamál

Alþingi | 14. mars 2023

Bergþór Ólafsson, þingmaður Miðflokksins.
Bergþór Ólafsson, þingmaður Miðflokksins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, krafði Birgi Ármannsson, forseta Alþingis, svara um það við upphaf þingfundar í gær hvort hann liti svo á að úrskurðarnefnd um upplýsingamál bannaði birtingu greinargerðar um Lindarhvol ehf. 

Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, krafði Birgi Ármannsson, forseta Alþingis, svara um það við upphaf þingfundar í gær hvort hann liti svo á að úrskurðarnefnd um upplýsingamál bannaði birtingu greinargerðar um Lindarhvol ehf. 

Birgir hefur borið fyrir sig að greinargerðin sé vinnuskjal og því sé afhending hennar ekki heimil. Sagði hann úrskurðarnefnd um upplýsingamál í þrígang hafa komist að þeirri niðurstöðu.

Birgir Ármannsson, forseti Alþingis.
Birgir Ármannsson, forseti Alþingis. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Forseti lítur svo á að þau lögfræðilegu sjónarmið sem komi fram í a.m.k. þremur úrskurðum úrskurðarnefndar um upplýsingamál frá 2021 hafi verulegt vægi við lögskýringu hvað álitamál varðar og er sambærilegt stöðu þess skjals sem hér er til umræðu.“

Staðan dapurleg

Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins, og Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar endurtóku spurningu Bergþórs þegar fundarstjórn forseta var gagnrýnd.

Sigmar sagði stöðuna einfaldlega dapurlega og að leyndin yfir gögnunum væri orðin sjálfstætt vandamál sem skaðaði hagsmuni almennings, Alþingis auk hagsmuna Ríkisendurskoðunar.

Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar.
Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar. mbl.is/Hákon
mbl.is