Óvenju löng kuldatíð í Skagafirði

Frost á Fróni | 15. mars 2023

Óvenju löng kuldatíð í Skagafirði

„Þetta er búinn að vera óvenju langur kuldakafli,“ segir Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar. Frost mældist 20,4 stig á Sauðárkróki í dag.

Óvenju löng kuldatíð í Skagafirði

Frost á Fróni | 15. mars 2023

Ekki er óalgengt að mikið frost sé í Skagafirði á …
Ekki er óalgengt að mikið frost sé í Skagafirði á þessum árstíma, en kuldatíðin hefur þó varað óvenju lengi, að sögn Sigfúsar. Ljósmynd/Harpa Sif Jónsdóttir

„Þetta er búinn að vera óvenju langur kuldakafli,“ segir Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar. Frost mældist 20,4 stig á Sauðárkróki í dag.

„Þetta er búinn að vera óvenju langur kuldakafli,“ segir Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar. Frost mældist 20,4 stig á Sauðárkróki í dag.

„Það hefur verið mjög kalt á nóttunni undanfarið, á bilinu fimmtán til tuttugu stiga frost, en það er auðvitað hærra hitastig yfir daginn,“ segir Sigfús í samtali við mbl.is.

Hann segist ekki muna eftir svo miklum kulda það sem af er ári.

„Þetta hefur helst áhrif á þá sem eru með útihús sem eru kannski ekkert vel einangruð. Það getur verið kuldi í brynningum fyrir skepnur og fleira.“

Mælifellshnjúkur að vetri.
Mælifellshnjúkur að vetri. Ljósmynd/Aðsend

Ekki haft áhrif á starfsemi sveitarfélagsins

Ekki er óalgengt að mikið frost sé í Skagafirði á þessum árstíma, en kuldatíðin hefur þó varað óvenju lengi, að sögn Sigfúsar.

„Bæði núna og í desember, þá var ansi langur frostkafli. Þetta er ekki búinn að vera beint harður vetur í formi þess að það séu einhver stórviðri en það eru búnir að vera langir frostkaflar þennan veturinn.“

Spurður hvort kuldinn í dag hafi haft áhrif á starfsemi í sveitarfélaginu svarar Sigfús neitandi.

„Það hefur allt haldist í góðu standi hjá okkur í dag. Um helgina þurftum við aðeins að takmarka vatnið í upphitun á gervigrasvellinum á Sauðárkróki, en að öðru leyti hefur þetta bara gengið vel.“

Sundlaugar enn opnar

Þá hefur ekki þurft að loka sundlaugum í sveitarfélaginu eins og gert var í desember. Var þá um að ræða fyrirbyggjandi aðgerð til að forgangsraða heitu vatni til heimila, þar sem mikið álag var á hitaveitukerfi Skagafjarðar vegna kuldans.

„Við fórum í aðgerðir um áramótin í að afla meira af heitu vatni bæði í Varmahlíð og á Sauðárkróki, en í kuldakaflanum í desember þurftum við að loka sundlaugum á þeim stöðum. Þannig að þetta hafði áhrif þá, við þurftum að fara í ákveðnar aðgerðir til að bæta úr,“ segir Sigfús.

mbl.is