Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar leggur til að lóðarmörk Laugardalshallar verði stækkuð til að rúma byggingu nýrrar þjóðarhallar.
Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar leggur til að lóðarmörk Laugardalshallar verði stækkuð til að rúma byggingu nýrrar þjóðarhallar.
Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar leggur til að lóðarmörk Laugardalshallar verði stækkuð til að rúma byggingu nýrrar þjóðarhallar.
Samkvæmt tilkynningu frá borginni er stækkun lóðarinnar ætluð til að rúma nýju höllina en muni einnig taka tillit til núverandi íþróttahalla og stofnstíga meðfram Suðurlandsbraut.
Deiluskipulagsbreytingin tekur einnig tillit til fyrirhugaðrar borgarlínustöðvar við Suðurlandsbraut og aðgengi á milli stöðvarinnar, þjóðarhallarinnar og að öðru aðdráttarafli í Laugardal.
„Við staðsetningu aðalinnganga er mikilvægt að horfa til væntanlegrar borgarlínustöðvar á Suðurlandsbraut, vestan gatnamót við Vegmúla. Vega og meta skal möguleika á að tengja aðkomuleið að höllinni með brú yfir samgöngustígana,“ segir í auglýsingu umhverfis- og skipulagsráðs.
Áform um byggingu á nýrri þjóðarhöll hafa verið talsvert til umræðu undanfarið. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, undirrituðu öll viljayfirlýsingu um byggingu hallarinnar á síðasta ári, og áform um byggingu hennar voru tilkynnt í janúar á þessu ári.
Hefur það vakið athygli að ekki hefur verið sammælst um með hvaða hætti framkvæmdirnar verði fjármagnaðar og hvernig kostnaðarskiptingu verði háttað milli Reykjavíkurborgar og ríkistjórnarinnar.