Reikna með að ná kvótanum

Loðnuveiðar | 16. mars 2023

Reikna með að ná kvótanum

Enn er góð loðnuveiði og eru skip Síldarvinnslunnar brátt að klára allan þann kvóta sem útgerðin býr yfir, að því er fram kemur á vef Síldarvinnslunnar.

Reikna með að ná kvótanum

Loðnuveiðar | 16. mars 2023

Gert er ráð fyrir að skip Síldarvinnslunnar nái að veiða …
Gert er ráð fyrir að skip Síldarvinnslunnar nái að veiða allan þann loðnuafla sem fyrirtækið er með heimild fyrir. Ljósmynd/Síldarvinnslan: Sigurjón Mikael Jónuson

Enn er góð loðnuveiði og eru skip Síldarvinnslunnar brátt að klára allan þann kvóta sem útgerðin býr yfir, að því er fram kemur á vef Síldarvinnslunnar.

Enn er góð loðnuveiði og eru skip Síldarvinnslunnar brátt að klára allan þann kvóta sem útgerðin býr yfir, að því er fram kemur á vef Síldarvinnslunnar.

Fram kemur að Börkur NK sé á leiðinni til Neskaupstaðar með fullfermi og verður þetta síðasti túr skipsins á vertíðinni. Barði NK er á miðunum og Bjarni Ólafsson AK og Beitir NK eru á leiðinni á miðin. Munu þessi þrjú skip veiða það sem eftir er af heimildum Síldarvinnslunnar.

Í Neskaupstað í nótt var lokið við að kreista hrogn úr farmi Bjarna Ólafssonar AK og er nú verið að kreista úr farmi Hákons EA.

Þá er Polar Amaroq á leiðinni með fullfermi til Neskaupstaðar og verða hrogn unnin úr hans farmi. Polar Ammassak er að landa fullfermi á Seyðisfirði og Vilhelm Þorsteinsson er á leiðinni þangað, einnig með fullfermi.

mbl.is