Vinsælt súkkulaði í nýjan búning

Daglegt líf | 16. mars 2023

Vinsælt súkkulaði í nýjan búning

Ást þjóðarinnar á súkkulaði og lakkrís er löngu þekkt og þar hefur Eitt Sett notið mikillar lýðhylli enda sameinar það þessi tvö hráefni með snilldarhætti.

Vinsælt súkkulaði í nýjan búning

Daglegt líf | 16. mars 2023

Ást þjóðar­inn­ar á súkkulaði og lakk­rís er löngu þekkt og þar hef­ur Eitt Sett notið mik­ill­ar lýðhylli enda sam­ein­ar það þessi tvö hrá­efni með snilld­ar­hætti.

Ást þjóðar­inn­ar á súkkulaði og lakk­rís er löngu þekkt og þar hef­ur Eitt Sett notið mik­ill­ar lýðhylli enda sam­ein­ar það þessi tvö hrá­efni með snilld­ar­hætti.

Nú er kom­in á markað ný út­gáfa af Eitt Sett sem kall­ast Eitt Sett Drumb­ar og eru súkkulaðihjúpaðir kara­mellu­drumb­ar með mjúk­um lakk­rískjarna.

„Eitt Sett hef­ur í ára­tugi verið eitt eft­ir­læt­is sæl­gæti Íslend­inga og það hef­ur verið mjög gef­andi vinna að þróa nýj­ar vör­ur í þessa vöru­línu sem má segja að sé nú orðin full­vaxta fjöl­skylda. Þær vör­ur sem bæst hafa í hóp­inn und­an­far­in miss­eri hafa hlotið afar já­kvæðar viðtök­ur og ég er þess full­viss að Drumbarn­ir eigi eft­ir að slá í gegn,“ seg­ir Alda Björk Lar­sen markaðsstjóri Nóa Síríus.

„Vöruþróun er auðvitað eitt af aðals­merkj­um okk­ar hjá Nóa Síríus. Það er skemmti­legt að vinna með rót­grón­ar vör­ur, eins og Eitt Sett, og finna nýj­ar leiðir fyr­ir fólk til þess að njóta þeirra,“ bæt­ir Alda við að lok­um.

Það eru orðnir nokkr­ir ára­tug­ir síðan ís­lensk ung­menni tóku upp á því að að para sam­an góm­sæt­ar Síríus­lengj­ur og mjúka lakk­rís­borða. Í kjöl­farið fædd­ist Eitt Sett. Nú tel­ur Eitt Sett fjöl­skyld­an fimm vör­ur. Fyrst ber auðvitað að nefna höfuð fjöl­skyld­unn­ar, hina klass­ísku Síríus­lengju með lakk­rís­borðanum. Svo er það hin stór­mynd­ar­lega Eitt Sett súkkulaðiplata að ógleymd­um Eitt Sett Tögg­um sem eru góm­sæt­ar lakk­rísk­ara­mell­ur hjúpaðar Síríus súkkulaði. Eitt Sett bitarn­ir í end­ur­lok­an­leg­um pok­um, sem mörg­um hef­ur reynst erfitt að loka, eru á góðri leið með að verða klass­ísk­ir og svo er það auðvitað nýj­asti fjöl­skyldumeðlim­ur­inn sem var að lenda í versl­un­um, Eitt Sett Drumb­ar, að því að fram kem­ur í frétta­til­kynn­ingu.

mbl.is