Lætur minnka brjóstin og rassinn

Fegrunaraðgerðir | 20. mars 2023

Lætur minnka brjóstin og rassinn

Fyrirsætan Blac Chyna tilkynnti fylgjendum sínum á Instagram að hún hefði farið í aðgerð þar sem hún lét minnka bæði brjóstin á sér og rassinn. Hún segir aðgerðina vera mikilvægan hluta af ferðalagi sínu að bættu lífi.

Lætur minnka brjóstin og rassinn

Fegrunaraðgerðir | 20. mars 2023

Blac Chyna hefur nú látið minnka bæði brjóstin á sér …
Blac Chyna hefur nú látið minnka bæði brjóstin á sér og rassinn. Skjáskot/Instagram

Fyr­ir­sæt­an Blac Chyna til­kynnti fylgj­end­um sín­um á In­sta­gram að hún hefði farið í aðgerð þar sem hún lét minnka bæði brjóst­in á sér og rass­inn. Hún seg­ir aðgerðina vera mik­il­væg­an hluta af ferðalagi sínu að bættu lífi.

Fyr­ir­sæt­an Blac Chyna til­kynnti fylgj­end­um sín­um á In­sta­gram að hún hefði farið í aðgerð þar sem hún lét minnka bæði brjóst­in á sér og rass­inn. Hún seg­ir aðgerðina vera mik­il­væg­an hluta af ferðalagi sínu að bættu lífi.

Chyna deildi mynd­skeiðum frá ferl­inu á In­sta­gram. Hún seg­ist hafa látið fjar­lægja síli­kon úr rass­in­um á sér og út­skýrði að hún hafi aldrei farið í bras­il­íska rass­lyft­ingu (BBL) held­ur hafi hún ein­ung­is not­ast við sílikonspraut­ur, sem hún sjái eft­ir í dag. 

View this post on In­sta­gram

A post shared by Blac Chyna 💋 (@blacc­hyna)

Var­ar við sílikonspraut­um

„Ég vil bara að all­ar döm­urn­ar þarna úti séu upp­lýst­ar um að fá sér ekki sílikonspraut­ur því þú get­ur orðið veik, þú get­ur dáið, fengið fylgi­kvilla og allt þetta klikkaða dót,“ sagði hún í einu mynd­skeiðanna. Þá seg­ist hún hafa byrjað að fá spraut­urn­ar aðeins 19 ára göm­ul. 

Chyna gekkst und­ir aðgerðirn­ar hinn 9. mars síðastliðinn, en þetta var í fimmta sinn sem fyr­ir­sæt­an fór í aðgerð á brjóst­un­um. Eft­ir aðgerðina deildi hún mynd­skeiði af sér þar sem hún lá uppi í rúmi með sára­bindi og út­skýrði að aðgerðina á rass­in­um hefði tekið níu klukku­stund­ir.  

mbl.is