Súpan sem þið verðið að smakka

Frá matarbloggurum | 20. mars 2023

Súpan sem þið verðið að smakka

Hér erum við með dýrindis súpu úr smiðju Lindu Ben sem bragðast hreint dásamlega og smellpassar í kvöldmatinn.

Súpan sem þið verðið að smakka

Frá matarbloggurum | 20. mars 2023

Ljósmynd/Linda Ben

Hér erum við með dýrindis súpu úr smiðju Lindu Ben sem bragðast hreint dásamlega og smellpassar í kvöldmatinn.

Hér erum við með dýrindis súpu úr smiðju Lindu Ben sem bragðast hreint dásamlega og smellpassar í kvöldmatinn.

Quinoa grænmetissúpa

  • 1 msk. kókosolía bragðlaus frá Muna
  • 1 laukur
  • 2-3 gulrætur (2 meðal stórar, 3 litlar)
  • 1 zucchini
  • 1 lítil sæt kartafla
  • 5-6 hvítlauksrif
  • 400 g dós af hökkuðum tómötum
  • 1 1/2 lítri vatn
  • 2-3 kjúklingakraftar (líka hægt að nota grænmetis)
  • 1 1/2 dl quinoa frá Muna
  • 1 tsk. salt
  • 1/2 tsk. pipar
  • 300 g niðursoðnar kjúklingabaunir frá Muna
  • 2 lúkur spínat
  • Ferskur parmesan

Aðferð:

  1. Setjið kókosolíu í stóran pott.
  2. Skerið laukinn mjög smátt niður, skerið einnig gulrætur, zucchini og sæta kartöflu, setjið ofan í pottinn og steikið þar til laukurinn er farinn af verða glær.
  3. Pressið hvítlauksrifinn og bætið út í pottinn, steikið.
  4. Bætið hökkuðu tómötunum út í og blandið saman.
  5. Hellið vatninu út í pottinn og bætið kjúklingakraftinum út í.
  6. Setjið quinoa í fínt sigti, skolið það mjög vel og bætið svo út í súpuna.
  7. Kryddið með salti og pipar, hrærið vel saman og setjið lokið á pottinn. Leyfið þessu að malla í u.þ.b. 25-30 mín og hrærið mjög reglulega í.
  8. Þegar quinoað er soðið og grænmetið mjúkt í gegn, bætið þá kjúklingabaunum og spínati út í pottinn, hrærið og látið malla í 5 mín.
  9. Berið fram með ferskum parmesan.
Ljósmynd/Linda Ben
mbl.is