Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, segir enginn gögn sýna fram á að hann hafi fengið viðvörun í sambandi við veisluhöld í Downingstræti á meðan ströng sóttvarnarlög voru í gildi í landinu.
Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, segir enginn gögn sýna fram á að hann hafi fengið viðvörun í sambandi við veisluhöld í Downingstræti á meðan ströng sóttvarnarlög voru í gildi í landinu.
Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, segir enginn gögn sýna fram á að hann hafi fengið viðvörun í sambandi við veisluhöld í Downingstræti á meðan ströng sóttvarnarlög voru í gildi í landinu.
Í 52 blaðsíðna yfirlýsingu Johnson, sem send var á breska þingnefnd og hefur nú verið gerð opinber, viðurkennir Johnson að hann hafi afvegaleitt þingið með því að segja að öllum reglum og fyrirmælum hafi verið fylgt eftir er afmælisveisla hans var haldinn í Downingstræti árið 2020.
„En þegar að þær yfirlýsingar voru gerðar, þá voru þær settar fram í góðri trú og á grundvelli þeirra upplýsinga sem ég hafði á þeim tíma,“ sagði í yfirlýsingu Johnson.
Yfirlýsingin hefst þó á því að hann segist bera alla ábyrgð á því sem gerðist í Downingstræti á meðan hann gegndi embætti forsætisráðherra.
Í bráðabirgðaskýrslu, sem var birt fyrr í þessum mánuði í kjölfar átta mánaða vinnu, segir þingnefndin að þau gögn sem hún hafi undir höndum grafi undan þeim fullyrðingum Johnsons fyrir fullttrúadeild þingsins að hann sé blásaklaus.
Þá segir að gögn bendi enn fremur til þess að fulltrúadeild þingsins hafi í nokkur skipti verið afvegaleidd.
Johnson segir í yfirlýsingunni að nefndin geri ráð fyrir að það hafi átt að vera „augljóst“ að ekki væri verið að fylgja eftir reglum með veisluhöldunum. Þá segir hann að starfsfólk í Downingstræti sem nefndin ræddi við hafi einnig ekki vitað að verið væri að brjóta sóttvarnarlög. Því hefði málið ekki verið „augljóst“.
Í yfirlýsingu þingnefndarinnar, sem gefin var út í kjölfar þess að yfirlýsing Johnson var opinberuð, segir að engar nýjar upplýsingar séu í yfirlýsingu fyrrverandi forsætisráðherrans.
Johnson mun mæta á opinn fund þingnefndarinnar klukkan 14 á morgun.
Sjö manna þingnefnd mun að lokum taka endanlega ákvörðun í málinu og ákveða næstu skref. Verði Johnson fundinn sekur þá kemur til greina að víkja honum af þingi.