Enn nokkur skip á loðnuveiðum

Loðnuveiðar | 22. mars 2023

Enn nokkur skip á loðnuveiðum

Enn eru nokkur uppsjávarskip á loðnuveiðum undan Snæfellsjökli. Þar eru tvö skip Ísfélags Vestmannaeyja, þau Sigurður VE og Suðurey VE, en Sigurður landaði hrognaloðnu á Þórshöfn síðastliðinn laugardag.

Enn nokkur skip á loðnuveiðum

Loðnuveiðar | 22. mars 2023

Suðurey VE er eitt þeirra skipa sem nú eru stödd …
Suðurey VE er eitt þeirra skipa sem nú eru stödd á veiðum undan Snæfellsjökli. Ljósmynd/Tói Vídó

Enn eru nokkur uppsjávarskip á loðnuveiðum undan Snæfellsjökli. Þar eru tvö skip Ísfélags Vestmannaeyja, þau Sigurður VE og Suðurey VE, en Sigurður landaði hrognaloðnu á Þórshöfn síðastliðinn laugardag.

Enn eru nokkur uppsjávarskip á loðnuveiðum undan Snæfellsjökli. Þar eru tvö skip Ísfélags Vestmannaeyja, þau Sigurður VE og Suðurey VE, en Sigurður landaði hrognaloðnu á Þórshöfn síðastliðinn laugardag.

Einnig er grænlenska skipið Tasiilaq á veiðum á svæðinu. Barði NK, skip Síldarvinnslunnar, er á leið af miðunum og er nú við sunnanverðan Breiðafjörð.

Samkvæmt skráningu Fiskistofu hafa íslensku loðnuskipin náð að landa rúmlega 270 þúsund tonnum sem er rétt rúmlega 82% af 329 þúsund tonna loðnukvóta þeirra. Líklega hefur meiri afla verið landað en þar segir þar sem talnagögnin uppfærast einn til tvo daga eftir löndun.

mbl.is