Kjartan Ólafsson, athafnamaður og stjórnarformaður Arnarlax, undirbýr úthafseldi úti fyrir suðurströnd Íslands í samvinnu við norskt fyrirtæki sem þróað hefur kvíar til laxeldis í úthafinu.
Kjartan Ólafsson, athafnamaður og stjórnarformaður Arnarlax, undirbýr úthafseldi úti fyrir suðurströnd Íslands í samvinnu við norskt fyrirtæki sem þróað hefur kvíar til laxeldis í úthafinu.
Kjartan Ólafsson, athafnamaður og stjórnarformaður Arnarlax, undirbýr úthafseldi úti fyrir suðurströnd Íslands í samvinnu við norskt fyrirtæki sem þróað hefur kvíar til laxeldis í úthafinu.
Fyrirtæki Kjartans, Markó Partners, hefur fjárfest í Aqualoop sem er að undirbúa framleiðslu á úthafskvíum og tekið þar sæti í stjórn. Norska fyrirtækið gengur jafnframt til liðs við fyrirtæki sem Markó Partners hafa stofnað, Iceland Offshore Salmon, sem er fyrsta íslenska fyrirtækið sem stofnað er í þeim tilgangi að hefja framleiðslu á laxi úti á hafi.
Aqualoop hefur verið að þróa lausnir fyrir úthafseldi í fimm eða sex ár í tengslum við Háskólann í Þrándheimi og olíuiðnaðinn. Næsta stigið er að kanna virkni búnaðarins í tilraunatönkum og semja við skipasmíðastöð um framleiðslu hans. Búnaðurinn grundvallast á tækni sem notuð er við olíuvinnslu við strendur Noregs og víðar. Kvíarnar eru festar utan á botnfasta súlu og hægt er að sökkva þeim þegar aldan er að verða of mikil fyrir laxinn. Kjartani líst afar vel á þessa tækni, segir að lykillinn að því að framleiða fisk í úthafinu sé að hægt sé að takast á við úthafsölduna.
Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.