Lengri biðröð og hærri meðalaldur

Leikskólamál | 22. mars 2023

Lengri biðröð og hærri meðalaldur

„Ástandið í leikskólamálum borgarinnar er neyðarástand og það var á vakt Samfylkingarinnar sem þetta neyðarástand komst á,“ sagði Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í umræðum um málefni leikskóla Reykjavíkur á fundi borgarstjórnar í gær og kvað þetta furðulegt í ljósi þess að Samfylkingin hefði lofað að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla í minnst tólf ár.

Lengri biðröð og hærri meðalaldur

Leikskólamál | 22. mars 2023

Frá fundi borgarstjórnar í gær.
Frá fundi borgarstjórnar í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ástandið í leikskólamálum borgarinnar er neyðarástand og það var á vakt Samfylkingarinnar sem þetta neyðarástand komst á,“ sagði Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í umræðum um málefni leikskóla Reykjavíkur á fundi borgarstjórnar í gær og kvað þetta furðulegt í ljósi þess að Samfylkingin hefði lofað að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla í minnst tólf ár.

„Ástandið í leikskólamálum borgarinnar er neyðarástand og það var á vakt Samfylkingarinnar sem þetta neyðarástand komst á,“ sagði Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í umræðum um málefni leikskóla Reykjavíkur á fundi borgarstjórnar í gær og kvað þetta furðulegt í ljósi þess að Samfylkingin hefði lofað að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla í minnst tólf ár.

Hafi borgarstjóri fyrir ári fengið borgarráð til að samþykkja tillögu um að þessu markmiði yrði náð 1. september í fyrra þrátt fyrir að hann vissi vel að slíkt væri ógerningur á svo skömmum tíma.

Í ágúst hafi foreldrar fjölmennt í ráðhúsið til að mótmæla innantómu loforði en þá hafi meirihlutinn enn lofað upp í ermina á sér viðbót 533 leikskólarýma út árið auk þess að meðalaldur leikskólabarna yrði 14 til 15 mánuðir til áramóta.

Í febrúar hafi komið í ljós að meðalaldurinn væri 20,1 mánuður svo sem verið hefði síðustu fjögur árin.

„Eins og sjá má á pöllunum hér í dag fjölmenna foreldrar aftur í ráðhúsið sjö mánuðum síðar því komið hefur í ljós að biðröðin inn á leikskólana hefur lengst með hverjum mánuði og meðalaldur barna sem fá inngöngu hækkar stöðugt. Í þeim hverfum þar sem staðan er verst verður meðalaldur barna sem komast inn á leikskóla ekki 12 mánaða heldur tveggja og hálfs árs til þriggja ára,“ sagði Marta enn fremur á fundinum.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

mbl.is