Play snýr aftur á einn mikilvægasta flugvöll Evrópu

Flugfélagið Play | 22. mars 2023

Play snýr aftur á einn mikilvægasta flugvöll Evrópu

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á áætlunarferðum til Schiphol-flugvallar í sumar. Fyrsta flug Play til Amsterdam verður 5. júní en flogið verður allt að fimm sinnum í viku út október. Áætlunarferðir Play verða á mánudögum, miðvikudögum, fimmtudögum, föstudögum og sunnudögum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Play snýr aftur á einn mikilvægasta flugvöll Evrópu

Flugfélagið Play | 22. mars 2023

Play snýr aftur til Schipol-flugvallar.
Play snýr aftur til Schipol-flugvallar. AFP

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á áætlunarferðum til Schiphol-flugvallar í sumar. Fyrsta flug Play til Amsterdam verður 5. júní en flogið verður allt að fimm sinnum í viku út október. Áætlunarferðir Play verða á mánudögum, miðvikudögum, fimmtudögum, föstudögum og sunnudögum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á áætlunarferðum til Schiphol-flugvallar í sumar. Fyrsta flug Play til Amsterdam verður 5. júní en flogið verður allt að fimm sinnum í viku út október. Áætlunarferðir Play verða á mánudögum, miðvikudögum, fimmtudögum, föstudögum og sunnudögum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Frá stofnun Play hefur það verið forgangsmál að fá lendingarleyfi á Schiphol-flugvelli en hann hefur verið þéttsetinn undanfarin ár og því erfitt að komast þar að.

Schiphol-flugvöllur er ein helsta samgöngumiðstöð í Evrópu og verður því virkilega mikilvægur fyrir tengiflugsleiðakerfi Play á milli Evrópu og Bandaríkjanna. Það á ekki bara við um að koma farþegum á milli heimsálfanna tveggja heldur er Schiphol gífurlega mikilvægur flugvöllur fyrir alla vöruflutninga. Play hefur lagt ríka áherslu á að auka umsvif sín í vöruflutningum og munu áætlunarferðir til Amsterdam hafa mjög jákvæð áhrif á þá þróun.

Aflýsa áætlun sinni til Árósa

Þar sem Play bauðst lendingarleyfi á Schiphol-flugvelli í sumar mun félagið á sama tíma aflýsa áætlun sinni til Árósa í Danmörku. Þetta er miður þar sem sala á miðum til Árósa hafði gengið vel en vegna mikilvægis Schiphol-flugvallar fyrir áætlunarkerfi Play var þessi ákvörðun tekin. Farþegum sem áttu bókað flug með Play til og frá Árósum fá að sjálfsögðu bókun sína endurgreidda að fullu.

Allir áfangastaðir eru nú komnir í sölu fyrir sumarið en hátt í fjörutíu áfangastaðir verða í leiðakerfi Play í ár.

Play hélt áður úti áætlunarflugi til Schiphol-flugvallar í fjóra mánuði frá desember árið 2021 til mars árið 2022.

„Schiphol-flugvöllur er þriðji stærsti flugvöllur Evrópu og því ákaflega mikilvæg viðbót við leiðakerfi Play. Það er ekki hlaupið að því að fá lendingarleyfi á flugvellinum í dag. Þess vegna stukkum við til þegar okkur bauðst lendingarleyfi þar í sumar. Við vonumst að sjálfsögðu til að geta boðið upp á áætlunarferðir til Amsterdam allt árið og er þessi ákvörðun liður í því að koma okkur í þá stöðu. Markmiðið okkar í ár er að auka hlut hliðartekna verulega í okkar rekstri og með því að taka stefnuna til Amsterdam erum við að setja okkur í frábæra stöðu til að gera það með vöruflutningum,” segir Birgir Jónsson, forstjóri Play, í tilkynningu.

mbl.is