SA hvetur hið opinbera til hóflegra hækkana

Vextir á Íslandi | 22. mars 2023

SA hvetur hið opinbera til hóflegra hækkana

Samtök atvinnulífsins biðla til hins opinbera um að stíga ekki út fyrir þann ramma sem lagður hefur verið á almennum vinnumarkaði í þeim kjaraviðræðum sem nú eru í gangi. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef SA í tengslum við stýrivaxtahækkun Seðlabanka Íslands um 1%  sem tilkynnt var um í morgun. 

SA hvetur hið opinbera til hóflegra hækkana

Vextir á Íslandi | 22. mars 2023

Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Samtök atvinnulífsins biðla til hins opinbera um að stíga ekki út fyrir þann ramma sem lagður hefur verið á almennum vinnumarkaði í þeim kjaraviðræðum sem nú eru í gangi. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef SA í tengslum við stýrivaxtahækkun Seðlabanka Íslands um 1%  sem tilkynnt var um í morgun. 

Samtök atvinnulífsins biðla til hins opinbera um að stíga ekki út fyrir þann ramma sem lagður hefur verið á almennum vinnumarkaði í þeim kjaraviðræðum sem nú eru í gangi. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef SA í tengslum við stýrivaxtahækkun Seðlabanka Íslands um 1%  sem tilkynnt var um í morgun. 

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef samtakanna.

Verulegt áhyggjuefni 

„Það er verulegt áhyggjuefni að ekki hafi tekist að koma böndum á verðbólgu og verðbólguvæntingar þrátt fyrir brattar stýrivaxtahækkanir seinustu misserin, en meginvextir bankans stóðu í 0,75% á vormánuðum 2021. Fyrir vaxtalækkunarferlið sem hófst vorið 2019 stóðu þeir hins vegar í 4,5% og í 2,75% skömmu áður en heimsfaraldur skall á. Eftir nokkuð langt tímabil hóflegs vaxtastigs erum við nú minnt aftur á kostnað þess að koma böndum á verðbólgu.

Það er fátt sem styður við markmið nefndarinnar um þessar mundir. Sem rök fyrir svo mikilli hækkun nú tiltekur nefndin að verðbólguþrýstingur hafi aukist en jafnframt mælist hann á breiðari grunni en áður. Ekki hafi náðst að berja niður verðbólguvæntingar og raunvextir bankans hafa lækkað frá seinasta vaxtaákvörðunarfundi. Þá séu vísbendingar um að innlend eftirspurn sé jafnvel enn sterkari en gert var ráð fyrir.

Mun koma of seint í ljós ef of langt er gengið

Með þessar aðstæður í huga er erfitt að sjá að nefndin hafi átt annarra kosta völ en að taka afgerandi skref í átt að verðstöðugleika. Hins vegar mun taka tíma fyrir vaxtabreytingar að hríslast um hagkerfið og sú hætta ávallt til staðar að ekki komi í ljós fyrr en of seint þegar of langt er gengið í þeim efnum.

Að lokum tiltekur nefndin hættu þess að víxlverkun hækkandi launa og verðlags komist á skrið, gamalkunnugt þema í íslenskri hagsögu. Þar sem stutt er í næstu kjarasamningalotu er mikilvægt að komast fyrir slíka þróun.

Ríkið ekki stutt við verðbólgumarkmið að undanförnu 

Athygli vekur að nefndin minntist ekki á stöðu ríkisfjármála þó að stutt sé í birtingu fjármálaáætlunar, en vart er hægt að segja að ríkisfjármálin hafi stutt við verðbólgumarkmið að undanförnu. Samninganefndir hins opinbera, sem ganga frá kjarasamningum á næstu dögum, geta ekki litið fram hjá þunga í skilaboðum Seðlabankans og verða að virða þá línu sem almennur markaður hefur samið um. Sama gildir um fjármálaáætlun og stjórnvöld gætu lagt þung lóð á vogarskálarnar gegn verðbólgu með aðhaldssamari stefnu en nú liggur fyrir,“ segir í tilkynningu. 

mbl.is