Jafnar sig eftir fitusog og brjóstaminnkun

Fegrunaraðgerðir | 23. mars 2023

Jafnar sig eftir fitusog og brjóstaminnkun

Tónlistarkonan Doja Cat er nú að jafna sig eftir að hafa gengist undir lýtaaðgerð, en hún fór nýlega í fitusog og brjóstaminnkun. 

Jafnar sig eftir fitusog og brjóstaminnkun

Fegrunaraðgerðir | 23. mars 2023

Tónlistarkonan Doja Cat er á batavegi eftir að hafa farið …
Tónlistarkonan Doja Cat er á batavegi eftir að hafa farið í fitusog og brjóstaminnkun. Skjáskot/Instagram

Tón­list­ar­kon­an Doja Cat er nú að jafna sig eft­ir að hafa geng­ist und­ir lýtaaðgerð, en hún fór ný­lega í fitu­sog og brjóstam­innk­un. 

Tón­list­ar­kon­an Doja Cat er nú að jafna sig eft­ir að hafa geng­ist und­ir lýtaaðgerð, en hún fór ný­lega í fitu­sog og brjóstam­innk­un. 

Cat greindi frá þessu á Twitter á mánu­dag­inn þar sem hún upp­lýsti aðdá­end­ur sína að hún væri á bata­vegi. „Mér líður allt í lagi. Ég fór í fitu­sog svo mér verkj­ar mjög í lær­in ef ég hreyfi mig of mikið. En ég er að jafna mig mjög hratt,“ tísti hún. 

Þá út­skýrði hún einnig fyr­ir aðdá­anda sem gerði ráð fyr­ir því að hún hafi farið í fitu­flutn­ing að hún hefði ein­ung­is látið fjar­lægja fitu, ekki sett hana á annað svæði. Þá sagði hún að brjóst­in á henni hefðu verið minnkuð niður í stærð 32C.

Tón­list­ar­kon­an ger­ir ráð fyr­ir að bata­ferlið taki þrjá mánuði. Hún virðist þegar vera ánægð með ár­ang­ur­inn ef marka má tíst henn­ar síðustu daga. 

mbl.is