Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir það ekki koma á óvart að Samfylkingin skuli tali fyrir skattahækkunum til þess að bæta stöðu ríkissjóðs. Hann bendir á að skattar sem eingöngu séu ætlaðir til aukningar ríkisútgjalda hjálpi ekki til við þær aðstæður sem uppi eru núna og vísaði þar til verðbólgu sem mældist 10,2% í febrúar.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir það ekki koma á óvart að Samfylkingin skuli tali fyrir skattahækkunum til þess að bæta stöðu ríkissjóðs. Hann bendir á að skattar sem eingöngu séu ætlaðir til aukningar ríkisútgjalda hjálpi ekki til við þær aðstæður sem uppi eru núna og vísaði þar til verðbólgu sem mældist 10,2% í febrúar.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir það ekki koma á óvart að Samfylkingin skuli tali fyrir skattahækkunum til þess að bæta stöðu ríkissjóðs. Hann bendir á að skattar sem eingöngu séu ætlaðir til aukningar ríkisútgjalda hjálpi ekki til við þær aðstæður sem uppi eru núna og vísaði þar til verðbólgu sem mældist 10,2% í febrúar.
Þetta kom fram í svari Bjarna á Alþingi í dag við fyrirspurn Loga Einarssonar þingmanns Samfylkingar um hvort til greina kæmi að taka á þenslunni með því að fjármagnseigendur legðu meira af mörkum eða með hvalrekaskatti á banka og stórútgerðir.
„Þegar lagðar eru saman tekju- og gjaldatillögur Samfylkingarinnar þá átti afkoman að batna um heila fjóra milljarða. Við greindum frá því í gær að afkoma ríkissjóðs sé að batna um 70 milljarða af frumjöfnuði á þessu ári. Þetta sýnir að þessi stóru kerfi eru að virka eins og til er ætlast,“ segir Bjarni og bætir við að þegar spenna sé í hagkerfinu taki tekjuskattskerfin meira til sín og að hugmyndir Samfylkingarinnar væru einskis virði í tengslum við verðbólguna.
Logi svaraði að það minnsta sem Bjarni hefði getað gert væri að samþykkja tekjuaðgerðir upp á 17 milljarða. Hann sagði ótrúlegt að tala um að þær skiptu ekki máli þegar kæmi að ríkisfjármálum. Hann ítrekaði spurningu sína um hvort til greina kæmi að sækja tekjur til þeirra hópa sem hafa það allra best og benti á að ekki væri hægt að skilja allan vandann hjá Seðlabankanum í að ná tökum á verðbólgunni.
Bjarni sagði að gangast yrði við því að aðhald í ríkisfjármálum væri miklu meira en almenn umræða gæfi til kynna. Hann bætti við að í næstu fjármálaáætlun yrði horft til þess hvað hægt væri að gera frekar til þess að standa með Seðlabankanum í að halda verðbólgu niðri og að það væri vel gerlegt að halda verðbólgu niðri.
„Aðalatriðið er að við komumst ekkert með því að vera að benda fingrunum hvert á annað, það þarf að taka höndum saman og ná niður verðbólguvæntingum og við munum skila því í hús.“