Bandaríski herinn segist hafa gert hnitmiðaðar loftárásir í austurhluta Sýrlands í nótt til að bregðast við drónaárás sem varð einum bandarískum verktaka að bana og særði fimm Bandaríkjamenn til viðbótar.
Bandaríski herinn segist hafa gert hnitmiðaðar loftárásir í austurhluta Sýrlands í nótt til að bregðast við drónaárás sem varð einum bandarískum verktaka að bana og særði fimm Bandaríkjamenn til viðbótar.
Bandaríski herinn segist hafa gert hnitmiðaðar loftárásir í austurhluta Sýrlands í nótt til að bregðast við drónaárás sem varð einum bandarískum verktaka að bana og særði fimm Bandaríkjamenn til viðbótar.
Bandaríska varnarmálaráðuneytið, Pentagon, sagði í yfirlýsingu að verktakinn hefði verið drepinn og hinir særst „eftir að ómannað loftfar gerði árás á byggingu þar sem viðhaldi er sinnt á herstöð bandamanna skammt frá Hasakah í norðausturhluta Sýrlands“.
Annar bandarískur verktaki særðist í árásinni, að sögn Pentagon, sem telur drónann vera íranskan.
Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði að með yfirumsjón Joes Bidens Bandaríkjaforseta, hefði hann gefið leyfi fyrir „hnitmiðuðum loftárásum í nótt í austurhluta Sýrlands“. Ráðist var á aðstöðu sem íslamskir uppreisnarhópar sem tengjast Íran hafa notað.
Uppfært kl. 7.50:
Átta voru drepnir í loftárásum Bandaríkjamanna.