Þórði Snæ Júlíussyni, ritstjóra á Heimildinni og fyrrverandi ritstjóra á Kjarnans, var sýnilega létt þegar hann gekk úr dómssal í Héraðsdómi Reykjavíkur eftir að ummæli Páls Vilhjálmssonar sem bendluðu hann og Arnar Þór Ingólfsson blaðamann við símastuld og byrlun voru dæmd dauð og ómerk.
Þórði Snæ Júlíussyni, ritstjóra á Heimildinni og fyrrverandi ritstjóra á Kjarnans, var sýnilega létt þegar hann gekk úr dómssal í Héraðsdómi Reykjavíkur eftir að ummæli Páls Vilhjálmssonar sem bendluðu hann og Arnar Þór Ingólfsson blaðamann við símastuld og byrlun voru dæmd dauð og ómerk.
Þórði Snæ Júlíussyni, ritstjóra á Heimildinni og fyrrverandi ritstjóra á Kjarnans, var sýnilega létt þegar hann gekk úr dómssal í Héraðsdómi Reykjavíkur eftir að ummæli Páls Vilhjálmssonar sem bendluðu hann og Arnar Þór Ingólfsson blaðamann við símastuld og byrlun voru dæmd dauð og ómerk.
„Ég er ánægður að sjá að réttarkerfið virkar eins og það á að virka. Það blasti við okkur að þarna voru settar fram staðhæfingar og staðreyndir sem áttu sér enga stoð í raunveruleikanum. Ég og Arnar Þór Ingólfsson vorum sakaðir um alvarleg hegningarlagabrot og það má ekki segja hvað sem er um hvern sem er, hvenær sem er, hvar sem er,“ segir Þórður Snær.
Aðspurður hvort hann sjái fyrir sér að blaðamenn muni í auknum mæli beina ummælum um þá til dómskerfisins þá efast Þórður um það.
„Ég efa að svona tilfelli komi upp. Þarna er maður á opinberum vettvangi sem hefur aðgengi að meginstraums fjölmiðlum og fór í 17 og hálfs mínútna viðtal við Ísland í bítið þar sem hann fékk nánast óáreittur að viðra þessar samsæriskenningar sínar sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum. Meðal annars voru þar ummæli sem við stefndum honum fyrir og erum að vinna í héraðsdómi í dag. Ummæli sem oft voru tekin upp í annars konar fjölmiðlum. Fólk á að vita það að það sé hægt að gera fólk ábyrgt og blessunarlega varð niðurstaðan sú í dag,“ segir Þórður.