Algalíf landar stórum samningi

Algalíf landar stórum samningi

Líftæknifyrirtækið Algalíf hefur gengið frá stærsta sölusamningi sínum til þessa en framleiðslan mun aukast mikið síðar á árinu og á næsta ári. Þá sér fyrirtækið mikil tækifæri í sölu til landeldis á Íslandi og til rækjueldis víðs vegar í Asíu.

Algalíf landar stórum samningi

Nýsköpun og tækni í sjávarútvegi | 25. mars 2023

Nýbygging Algalífs að Ásbrú.
Nýbygging Algalífs að Ásbrú. Ljósmynd/Aðsend

Líftæknifyrirtækið Algalíf hefur gengið frá stærsta sölusamningi sínum til þessa en framleiðslan mun aukast mikið síðar á árinu og á næsta ári. Þá sér fyrirtækið mikil tækifæri í sölu til landeldis á Íslandi og til rækjueldis víðs vegar í Asíu.

Líftæknifyrirtækið Algalíf hefur gengið frá stærsta sölusamningi sínum til þessa en framleiðslan mun aukast mikið síðar á árinu og á næsta ári. Þá sér fyrirtækið mikil tækifæri í sölu til landeldis á Íslandi og til rækjueldis víðs vegar í Asíu.

Orri Björnsson, forstjóri Algalífs, kveðst bundinn trúnaði um samninginn. Kaupandinn hafi mikla reynslu af þessum markaði en nánar verði greint frá samningnum við undirritun á næstu vikum. Kaupin jafngildi allt að þremur milljörðum króna á þremur til fimm árum.

Orri Björnsson, forstjóri Algalífs.
Orri Björnsson, forstjóri Algalífs.

Á næstu tveimur árum sé stefnt að því að EBITDA félagsins verði komin í tæpa þrjá milljarða króna á ári. 

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag. 

mbl.is