Fagna nýju björgunarskipi fyrir norðan

Öryggi sjófarenda | 25. mars 2023

Fagna nýju björgunarskipi fyrir norðan

Nýtt björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Sigurvin, kom til hafnar á Siglufirði eftir hádegi í dag.

Fagna nýju björgunarskipi fyrir norðan

Öryggi sjófarenda | 25. mars 2023

Sigling Sigurvins norður á Siglufjörð gekk vel.
Sigling Sigurvins norður á Siglufjörð gekk vel. Ljósmynd/Landsbjörg

Nýtt björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Sigurvin, kom til hafnar á Siglufirði eftir hádegi í dag.

Nýtt björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Sigurvin, kom til hafnar á Siglufirði eftir hádegi í dag.

Sigurvin lagði af stað frá Reykjavík um síðdegið í gær, föstudag, og sóttist ferðin afar vel. Svo vel gekk siglingin norður að skipið þurfti að lóna fyrir utan Siglufjörð, svo það gæti siglt inn fjörðinn á auglýstum tíma.

Í tilkynningu frá Landsbjörg segir að Sigurvin sé annað af 13 nýjum skipum sem Slysavarnafélagið Landsbjörg láti smíða í Finnlandi um þessar mundir.

Von er á þriðja skipinu í haust, sem mun eiga heimahöfn í Reykjavík.

Mikil hátíðahöld eru nú á Siglufirði þar sem tekið er á móti nýju björgunarskipi.

Skipið Sigurvin í fyrsta sinn í heimahöfn á Siglufirði.
Skipið Sigurvin í fyrsta sinn í heimahöfn á Siglufirði. Ljósmynd/Landsbjörg
mbl.is