Fröken Reykjavík Kitchen & Bar er fágaður og fallegur nýr veitingastaður staðsettur innan veggja Hótel Reykjavik Saga í hjarta borgarinnar við Lækjargötu.
Fröken Reykjavík Kitchen & Bar er fágaður og fallegur nýr veitingastaður staðsettur innan veggja Hótel Reykjavik Saga í hjarta borgarinnar við Lækjargötu.
Fröken Reykjavík Kitchen & Bar er fágaður og fallegur nýr veitingastaður staðsettur innan veggja Hótel Reykjavik Saga í hjarta borgarinnar við Lækjargötu.
Á Fröken Reykjavík er áherslan lögð á ný-evrópska matargerð með vott af miðjarðarhafinu. Innan hlýlegra veggja veitingahússins er einnig að finna líflegan bar, vínherbergi, vetrargarð og opið eldhús.
Fágaðar innréttingar í dökk gráum og bláum litatónum og hlýlegum við mynda fullkomna umgjörð fyrir einstaka matarupplifun.
„Konseptið á Fröken Reykjavík kom þegar hótelið var reist og hönnunin á staðnum var komin á fullt þá fór fólk að spá í nafn og Fröken Reykjavík varð fyrir valinu,” útskýrir Ómar Stefánsson yfirkokkur.
„Þetta er mjög hlýlegt og skemmtilegt nafn með sterka tengingu við miðbæinn og klæðir staðinn mjög vel, svo er hún engum öðrum lík!”
Ómar hefur átt farsælan feril sem kokkur og var í kokkalandsliðinu í fjögur ár. Hann lærði Kaupmannahöfn á hinum víðfræga veitingastað Saison hjá Erwin Lautherbach og útskrifaðist þaðan árið 2007. Þaðan lá leið hans yfir á VOX þar sem Gunnar Karl Gíslason réði ríkjum.
„Ég fylgdi ég honum svo á DILL sem opnaði þá í Norræna húsinu og þar var ég í rúm þrjú ár,” segir Ómar sem hefur einnig starfað fyrir önnur hótel og veitingastaði bæði hér í Reykjavík og úti á landi. Ómar starfaði svo á Fosshótel Stykkisholmi í tvö ár áður en honum var boðið starfið á Fröken Reykjavík. „Það hefur verið virkilega skemmtilegt og krefjandi verkefni.“
Spurður um hvaða áherslur í matargerð hann er með á nýja veitingahúsinu segir Ómar að matargerð hans sé undir áhrifum á því sem hann lærði í Danmörku.
„Ég hef unnið mikið í norræna eldhúsinu og matargerðin mjög mikið tengd því, en ég er líka að blanda öðrum brögðum inn í þá matargerð hér á Fröken Reykjavík og reynum við alltaf að koma fólki á óvart með brögðum sem það kannski fær ekki á hverjum degi. Við lýsum eldhúsinu okkar sem norður evrópsku með fókus á bestu hráefni sem eru fáanleg hvert sinn, og einnig nota flest sem íslensk náttúra hefur upp að bjóða. Einnig bjóðum við upp á úrval góðra vína úr vínherberginu okkar og er vínlistinn settur saman af vínþjóninum okkar honum Halldóri.”
Ómar segist sækja innblástur með því að fara mikið út að borða og sjá hvað aðrir eru að gera bæði innanlands og erlendis.
„Svo fær maður eina og eina hugmynd sem manni finnst virka og aðrar sem virka ekki en við setjum ekkert á matseðilinn nema við séum 100% ánægð með það. En ég vinn með þann grunn og þekkingu sem maður hefur lært á að vinna á hinum ýmsu stöðum og svo er maður líka alltaf að læra eitthvað nýtt sem er jú skemmtilegast.“
„Heildar upplifun gestanna okkar skiptir mjög miklu máli eins og þegar þú ferð á góðan veitingastað. Það vill ég að fólk upplifi þegar þau koma á fröken Reykjavík, það að maturinn sé alltaf eins er mjög mikilvægt fyrir okkur og eins gæði á hráefnunum sem við notum og að gestirnir okkar fái topp þjónustu og finnst þeir vera velkomir.”