Páll ætlar að áfrýja málinu

Byrlunarmálið | 26. mars 2023

Páll ætlar að áfrýja málinu

Páll Vilhjálmsson greinir frá því á bloggi sínu að hann ætli að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í meiðyrðamáli tveggja blaðamanna Heimildarinnar gegn honum til Landsréttar. 

Páll ætlar að áfrýja málinu

Byrlunarmálið | 26. mars 2023

Þórður Snær Júlíusson og Páll Vilhjálmsson.
Þórður Snær Júlíusson og Páll Vilhjálmsson. Samsett mynd

Páll Vilhjálmsson greinir frá því á bloggi sínu að hann ætli að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í meiðyrðamáli tveggja blaðamanna Heimildarinnar gegn honum til Landsréttar. 

Páll Vilhjálmsson greinir frá því á bloggi sínu að hann ætli að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í meiðyrðamáli tveggja blaðamanna Heimildarinnar gegn honum til Landsréttar. 

Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur ómerkti á föstu­dag um­mæli Páls um að Þórður Snær Júlíusson og Arn­ar Þór Ingólfsson hafi átt beina eða óbeina aðild að byrlun Páls Stein­gríms­son­ar skip­stjóra og stuldi á síma hans í tengsl­um við um­fjöll­un um „skæru­liðadeild“ Sam­herja.

Páll segir í færslunni að þeir sem vilji leggja málinu lið geti lagt inn á fjárvörslureikning lögmanns hans. 

Samkvæmt dómi héraðsdóms þarf Páll að greiða blaðamönnunum 300 þúsund krón­ur í miska­bæt­ur auk þess að greiða hverj­um fyr­ir sig 750 þúsund krón­ur í máls­kostnað. 

Tjáningarfrelsið er sem sagt fyrir fáeina útvalda. Þeir sem andæfa ráðandi frásögn fjölmiðla og vekja athygli á lögleysunni hljóta verra af - til dæmis málssókn. Dómnum frá föstudag verður áfrýjað enda tekur engu tali að ekki megi segja á opinberum vettvangi að málsaðilar eigi aðild, beina eða óbeina,“ segir í færslu Páls. 

mbl.is