Fjármálaáætlun frestast til morguns

Alþingi | 28. mars 2023

Fjármálaáætlun frestast til morguns

Fjármálaáætlun verður ekki kynnt í dag, eins og til stóð, heldur er þess að vænta að hún verði kynnt eftir lokun markaða á morgun, miðvikudag. Heimildir Morgunblaðsins segja helstu ástæður þær að taka hafi þurft tillit til uppfærðrar þjóðhagsspár og eins reyndist handavinna við frágang hennar tímafrekari en vonast var til.

Fjármálaáætlun frestast til morguns

Alþingi | 28. mars 2023

Bjarni Benediktsson fjár­málaráðherra.
Bjarni Benediktsson fjár­málaráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fjármálaáætlun verður ekki kynnt í dag, eins og til stóð, heldur er þess að vænta að hún verði kynnt eftir lokun markaða á morgun, miðvikudag. Heimildir Morgunblaðsins segja helstu ástæður þær að taka hafi þurft tillit til uppfærðrar þjóðhagsspár og eins reyndist handavinna við frágang hennar tímafrekari en vonast var til.

Fjármálaáætlun verður ekki kynnt í dag, eins og til stóð, heldur er þess að vænta að hún verði kynnt eftir lokun markaða á morgun, miðvikudag. Heimildir Morgunblaðsins segja helstu ástæður þær að taka hafi þurft tillit til uppfærðrar þjóðhagsspár og eins reyndist handavinna við frágang hennar tímafrekari en vonast var til.

Gert er ráð fyrir því að Bjarni Benediktsson fjár­málaráðherra mæli fyrir áætluninni á Alþingi á föstudag, fulltrúar flokka geti þá tjáð sig um hana, en umræðunni verði að öðru leyti frestað þar til eftir páska.

Engar kollsteypur

Af hljóðinu í stjórnarliðum að dæma er ekki stórfenglegra breytinga að vænta. Teikn eru á lofti um örari afkomubata ríkissjóðs en óttast var, þannig að 50 ma. kr. halli á frumjöfnuði samkvæmt fjárlögum kunni að enda í 20 ma.kr. afgangi, sem minnkar þrýstinginn nokkuð, en verðbólga kallar eftir sem áður á viðbrögð.

Aukið aðhald í ríkisrekstri blasir við og því tæplega að vænta stórfelldra áforma um ný útgjöld, þó ýmsa ráðherra dreymi vafalaust um þau.

Þingmenn virðast ekki heldur gera ráð fyrir stórkarlalegum skattahækkunum, en sennilegust er breyting á skattlagningu ökutækja, svo bíleigendur beri jafnar byrðar óháð orkugjöfum, líkt og FÍB hefur lagt til.

Innan stjórnarinnar eru skiptar skoðanir um skatta. Sjálfstæðismenn hafa lagst gegn skattahækkunum, en Framsókn og Vinstri græn verið áfram um þær, þó rætt hafi verið að mögulegar skattahækkanir legðust síður á láglaunafólk. Aftur er ekki talið ómögulegt að tímabundin hækkun á tekjuskatti lögaðila verði ofan á.

mbl.is