Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir nýja fjármálaáætlun sýna skort á vilja hjá yfirvöldum til þess að taka raunverulegar ákvarðanir um aðhald og niðurskurð. Boðaðar skattahækkanir séu lítt ígrundaðar og ríkisfjárlögin verði ekki löguð með því að einblína einungis á tekjuhliðina.
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir nýja fjármálaáætlun sýna skort á vilja hjá yfirvöldum til þess að taka raunverulegar ákvarðanir um aðhald og niðurskurð. Boðaðar skattahækkanir séu lítt ígrundaðar og ríkisfjárlögin verði ekki löguð með því að einblína einungis á tekjuhliðina.
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir nýja fjármálaáætlun sýna skort á vilja hjá yfirvöldum til þess að taka raunverulegar ákvarðanir um aðhald og niðurskurð. Boðaðar skattahækkanir séu lítt ígrundaðar og ríkisfjárlögin verði ekki löguð með því að einblína einungis á tekjuhliðina.
„Ef við byrjum á því sem er jákvætt þá er svo sem ánægjulegt að sjá jákvæða þróun í afkomu ríkissjóðs og að frumjöfnuður verði orðinn jákvæður ári fyrr en síðasta fjármálaáætlun gerði ráð fyrir. Sama má segja um töluvert betri horfur í skuldsetningu en þar er staðan betri en verstu spár gerðu ráð fyrir,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins í samtali við mbl.is.
Þá segir hann það jákvæða þó ekki breyta þeirri skoðun samtakanna að of lítið sé gert til þess að bregðast við því sem mest aðkallandi sé, þróun verðbólgu og þenslu hagkerfisins.
„Þrátt fyrir fögur fyrirheit um aðhaldssama fjármálaáætlun þar sem stigin verða stór skref í að koma böndum á óhóflegan vöxt ríkisútgjalda eru efndirnar því miður litlar. Þær aðhaldsaðgerðir sem eru tíundaðar hrökkva að okkar mati skammt sem viðbragð við þeirri áskorun sem íslenskt efnahagslíf stendur frammi fyrir,“ segir Halldór en aðgerðirnar beri einnig með sér skort á vilja til þess að taka raunverulegar ákvarðanir um aðhald og beinan niðurskurð í ríkisrekstri. Ríkisstjórnin sé að skýla sér við því að taka ákvarðanir sem séu óþægilegar fyrst um sinn en nauðsynlegar þegar lengra sé litið.
Ísland sé háskattaland og þegar skattahækkanir séu gerðar sé nauðsynlegt að lækkun verði á öðrum stöðum til þess að skerða ekki samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs.
„Efling rekstrarumhverfis ætti því að vera ríkisstjórninni kappsmál ef ætlunin er að styrkja tekjuhliðina frekar en skattahækkanir sem draga úr samkeppnishæfni,“ segir Halldór.
Þá hafi Samtök atvinnulífsins lengi varað við því að einblína einungis á tekjuhliðina þegar komi að ríkisfjárlögum. Yrði ekkert gert á útgjaldahliðinni myndi það enda í skattahækkunum. Sú spá sé að raungerast.
„Talað er um í fjármálaáætlun að hækka tímabundið tekjuskatt fyrirtækja en við sem erum ekki fædd í gær vitum að ekkert er jafn varanlegt eins og tímabundnar ráðstafanir hins opinbera,“ segir Halldór að lokum.