Samhæfingarmiðstöðin og fleiri verkefni frestast

Fjármálaáætlun 2023 | 29. mars 2023

Samhæfingarmiðstöðin og fleiri verkefni frestast

Með nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er ljóst að áform um nýja samhæfingarmiðstöð viðbragðsaðila sem hefur verið á dagskrá undanfarin ár mun ýtast eitthvað áfram því dregið verður úr áætluðum framlögum til verkefnisins. Þetta þýðir að verkefnið ýtist allavega 1-2 ár áfram að sögn Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra.

Samhæfingarmiðstöðin og fleiri verkefni frestast

Fjármálaáætlun 2023 | 29. mars 2023

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir samhæfingarmiðstöð viðbragðsaðila og fleiri verkefni á …
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir samhæfingarmiðstöð viðbragðsaðila og fleiri verkefni á vegum ríkisins frestast vegna aðhalds í rekstri ríkissjóðs. mbl.is/Árni Sæberg

Með nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er ljóst að áform um nýja samhæfingarmiðstöð viðbragðsaðila sem hefur verið á dagskrá undanfarin ár mun ýtast eitthvað áfram því dregið verður úr áætluðum framlögum til verkefnisins. Þetta þýðir að verkefnið ýtist allavega 1-2 ár áfram að sögn Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra.

Með nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er ljóst að áform um nýja samhæfingarmiðstöð viðbragðsaðila sem hefur verið á dagskrá undanfarin ár mun ýtast eitthvað áfram því dregið verður úr áætluðum framlögum til verkefnisins. Þetta þýðir að verkefnið ýtist allavega 1-2 ár áfram að sögn Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra.

Bjarni kynnti fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2024-2028 á fundi fyrr í dag. Kom þar fram að með þessari ráðstöfun myndu sparast 2,5 milljarðar á næsta ári, en til viðbótar sparast 400 milljónir með að ýta áformum um viðbyggingu við stjórnarráðið áfram.

Spurður um til hvaða tímaramma væri litið með þessa frestun sagði Bjarni það ekki alveg ljóst.

Erum við að tala um 1-2 ár áfram?

„Já þetta eru einhverjar þannig tölur,“ svaraði Bjarni.

Ástæður þess að verkefnum er ýtt aftur er að sögn Bjarna til að bregðast við þenslu- og verðbólguástandi, en þetta er hluti af umfangsmeiri aðhaldsaðgerðum ríkisins sem fyrirhugaðar eru líkt og greint var frá í fyrri frétt.

Bjarni segir að flestum verkefnum sem ekki eru farin af stað verði ýtt aftur um hálft ár eða tólf mánuði. Á móti segir hann áherslu lagða á að klára nýjan Landspítala, en það verkefni mun taka um 25 milljarða næstu ár samkvæmt því sem kom fram á fundinum. „Við viljum skapa rými fyrir Landspítalann til að byggjast áfram hratt upp,“ segir Bjarni.

mbl.is