Síldarvinnslan skoðar kaup í félagi Samherja

Síldarvinnslan | 29. mars 2023

Síldarvinnslan skoðar kaup í félagi Samherja

Stjórn Síldarvinnslunnar hf. hefur samþykkt að hefja viðræður við Samherja hf. um kaup á helmingshlut í sölufélaginu Ice Fresh Seafood ehf., að því er fram kemur í tilkynningu Síldarvinnslunnar til kauphallarinnar í dag.

Síldarvinnslan skoðar kaup í félagi Samherja

Síldarvinnslan | 29. mars 2023

Ice Fresh Seafood hefur sinnt sölu og markaðsteningu afurða Samherja …
Ice Fresh Seafood hefur sinnt sölu og markaðsteningu afurða Samherja um árabil. Síldarvinnslan skoðar nú kaup á helmingshlut í sölufélaginu. Ljósmynd/Samherji/Þorgeir Baldursson

Stjórn Síldarvinnslunnar hf. hefur samþykkt að hefja viðræður við Samherja hf. um kaup á helmingshlut í sölufélaginu Ice Fresh Seafood ehf., að því er fram kemur í tilkynningu Síldarvinnslunnar til kauphallarinnar í dag.

Stjórn Síldarvinnslunnar hf. hefur samþykkt að hefja viðræður við Samherja hf. um kaup á helmingshlut í sölufélaginu Ice Fresh Seafood ehf., að því er fram kemur í tilkynningu Síldarvinnslunnar til kauphallarinnar í dag.

„Telur stjórnin það rökrétt framhald af vexti og auknum umsvifum Síldarvinnslunnar hf. á síðustu árum, m.a. með kaupum á Vísi hf., að kanna frekari möguleika á því að  styrkja sölu- og markaðsmál félagsins,“ segir í tilkynningunni.

Ice Fresh Seafood ehf. er að fullu í eigu Samherja hf. sem er eigandi að 30,06% hlut í Síldarvinnslunni hf. Þá segir að vegna þessa hafi stjórnarformaður Síldarvinnslunnar hf., Þorsteinn Már Baldvinsson, sem er jafnframt forstjóri Samherja hf., ekki tekið þátt í meðferð málsins og ákvörðun innan stjórnar Síldarvinnslunnar hf.

Ice Fresh Seafood ehf. hefur um langt skeið verið leiðandi í sölu- og markaðssetningu sjávarafurða frá Íslandi og hefur meðal annars annast sölu hluta afurða Síldarvinnslunnar og Vísis á undanförnum árum. Sölunet fyrirtækisins nær til yfir 60 ríkja og er þar að finna áratuga þekkingu og viðskiptasambönd á helstu mörkuðum fyrir íslenskt sjávarfang.

Þá segir að lokum í tilkynningunni að gerð verði nánari grein fyrir efni og niðurstöðum fyrirhugaðra viðræðna og viðskipta um leið og slíkar upplýsingar liggja fyrir.

mbl.is