Spyr hvort meirihlutinn muni standa með ráðherra

Spyr hvort meirihlutinn muni standa með ráðherra

Þingmönnum minnihlutans var heitt í hamsi á Alþingi í dag eftir að þingflokksformenn Viðreisnar, Pírata, Samfylkingar og Flokks fólksins, lögðu fram vantrauststillögu á hendur Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra. Telja flokk­arn­ir að Jón hafi brotið lög þegar hann breytti því hvernig um­sókn­ir um rík­is­borg­ara­rétt eru af­greidd­ar hjá Útlend­inga­stofn­un.

Spyr hvort meirihlutinn muni standa með ráðherra

Vantraust á dómsmálaráðherra | 29. mars 2023

Samsett mynd

Þingmönnum minnihlutans var heitt í hamsi á Alþingi í dag eftir að þingflokksformenn Viðreisnar, Pírata, Samfylkingar og Flokks fólksins, lögðu fram vantrauststillögu á hendur Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra. Telja flokk­arn­ir að Jón hafi brotið lög þegar hann breytti því hvernig um­sókn­ir um rík­is­borg­ara­rétt eru af­greidd­ar hjá Útlend­inga­stofn­un.

Þingmönnum minnihlutans var heitt í hamsi á Alþingi í dag eftir að þingflokksformenn Viðreisnar, Pírata, Samfylkingar og Flokks fólksins, lögðu fram vantrauststillögu á hendur Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra. Telja flokk­arn­ir að Jón hafi brotið lög þegar hann breytti því hvernig um­sókn­ir um rík­is­borg­ara­rétt eru af­greidd­ar hjá Útlend­inga­stofn­un.

Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði pólitíska ábyrgð ráðherra „smitast“ yfir á þingmenn sem veita ráðherra stuðning.

„Þingræðisregla stjórnarskrárinnar er skýr með þetta. Á meðan að meirihluti þings ver sinn ráðherra, þá ber allur meirihlutinn ábyrgð á ráðherranum, ekki bara flokksystkin ráðherrans,“ sagði hún.

Þá vildi Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, sömuleiðis fá að vita hvort að meirihlutinn ætli að „standa með Alþingi eða Jóni Gunnarssyni.“

Einungis einn þingmaður úr meirihlutanum tjáði sig um málefnið á þingfundinum, sem var Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Þingsályktunartillagan verður tekin fyrir á morgun.

Alþingi grípi í taumana

„Í gær urðum við vitni að aumasta yfirklóri Íslandssögunnar þegar að tveir ráðherrar í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur mættu hér í pontu og létu eins og ekkert væri – létu eins og ekkert væri þegar að annar þeirra hafði brotið á rétti Alþingis til upplýsinga,“ sagði Andrés Ingi er hann tók til máls.

Hann sagði alveg ljóst að það væri einskis að vænta frá Sjálfstæðisflokknum í að standa með Alþingi í þessum slag með þingræðinu. „Þess vegna er kominn tími til þess að Alþingi sjálft grípi í taumana, lýsi vantrausti á dómsmálaráðherra vegna þess að hann braut lög gagnvart Alþingi.“

„Hvort mun meirihlutinn standa með Alþingi eða Jóni Gunnarssyni?“ spurði hann jafnframt.

Útlendingastofnun aldrei neitað þinginu um gögn

Bryndís Haraldsdóttir var, eins og áður sagði, eini þingmaður meirihlutans til að tjá sig um málið. Tók hún m.a. fram að Útlendingastofnun hefði aldrei neitað þinginu um gögn sem fyrirliggja í málinu.

„Mér finnst nauðsynlegt í ljósi þeirrar umræðu sem var hér bæði í gær og í dag að fara yfir ákveðna þætti. Það er þannig að lög um ríkisborgararétt sem veitt er á Alþingi eru frekar rýr, þar er ekki sagt til um verklagið. Verklagið hefur fyrst og fremst skapast af hefðum. Það er þó tekið á því að þingið skal hafa umsögn frá Útlendingastofnun og umsögn frá lögreglustjóra þegar umsóknir eru teknar til afgreiðslu á þinginu,“ sagði Bryndís.

„Mér finnst mikilvægt að það komi hér fram að Útlendingastofnun hefur aldrei aldrei neitað þinginu um gögn sem fyrirliggja í málinu. Alþingi hefur borist þær umsóknir sem borist hafa til þingsins um ríkisborgararétt, þær hafa verið afhentar á Alþingi. Aftur á móti hefur verið uppi ágreiningur um það hversu hratt eða í hvaða forgangsröðun Útlendingastofnun eigi að vinna umræddar umsagnir um þær umsóknir sem borist hafa,“ hélt hún áfram.

Hún sagði rétt að samkvæmt 51. grein þingskapanna eigi að hafa eftirlit með framkvæmdarvaldinu. 

„Við eigum að hafa aðgang að gögnum frá stjórnvöldum og við getum gert kröfur um að teknar verði saman upplýsingar. Það er ágreiningur um það hvort það að vinna umsögn um umsókn um ríkisborgararétt sé að taka saman upplýsingar.“

mbl.is