Aðhald og skattahækkanir

Fjármálaáætlun 2023 | 30. mars 2023

Aðhald og skattahækkanir

„Við höld­um áfram ótrauð með Land­spít­ala, höld­um áfram upp­bygg­ingu á hús­næðismarkaði og í sam­göngu­málum, en öðru er skotið á frest,“ seg­ir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um nýja fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2024-2028 sem kynnt var í gær.

Aðhald og skattahækkanir

Fjármálaáætlun 2023 | 30. mars 2023

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra kynnir fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin …
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra kynnir fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2024-2028 í gær. mbl.is/Árni Sæberg

„Við höld­um áfram ótrauð með Land­spít­ala, höld­um áfram upp­bygg­ingu á hús­næðismarkaði og í sam­göngu­málum, en öðru er skotið á frest,“ seg­ir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um nýja fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2024-2028 sem kynnt var í gær.

„Við höld­um áfram ótrauð með Land­spít­ala, höld­um áfram upp­bygg­ingu á hús­næðismarkaði og í sam­göngu­málum, en öðru er skotið á frest,“ seg­ir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um nýja fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2024-2028 sem kynnt var í gær.

Þar er boðað aðhald og hagræðing í rík­is­rekstri, tíma­bund­inn viðbót­ar­tekju­skatt­ur á fyrirtæki í eitt ár og frest­un fram­kvæmda sem ekki eru hafn­ar.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði að afkoma ríkissjóðs hefði verið að batna. „Fjár­lög gerðu ráð fyr­ir 50 millj­arða halla en nú sjá­um við fram á að frum­jöfnuður á ár­inu fari upp í um 20 millj­arða af­gang sem er veru­leg­ur af­komu­bati,“ sagði Bjarni.

Aðgerðirnar duga skammt

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagði að aðgerðirnar dugi skammt við núverandi vanda.

„Hin lausnin á vandanum sem teflt er fram eru síðan að okkar mati lítt ígrundaðar og illa tímasettar skattahækkanir á borð við hækkun tekjuskatts fyrirtækja, auk annarra þátta svo sem lækkun á endurgreiðslu vegna framkvæmda við byggingar, breytinga á gjaldtöku í ferðaþjónustu og óútfærða breytingu á veiði- og fiskeldisgjaldi,“ segir Halldór og heldur áfram.

„Þrátt fyr­ir fög­ur fyr­ir­heit um aðhalds­sama fjár­mála­áætl­un þar sem stig­in verða stór skref í að koma bönd­um á óhóf­leg­an vöxt rík­is­út­gjalda eru efnd­irn­ar því miður litl­ar. Þær aðhaldsaðgerðir sem eru tí­undaðar hrökkva að okk­ar mati skammt sem viðbragð við þeirri áskor­un sem ís­lenskt efna­hags­líf stend­ur frammi fyr­ir,“ seg­ir hann en aðgerðirn­ar beri einnig með sér að viljann skorti til þess að taka raun­veru­leg­ar ákv­arðanir um aðhald og bein­an niður­skurð í rík­is­rekstri.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

mbl.is