Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, sagði á Alþingi að kjarna mætti hugsun dómsmálaráðherra um að afhenda þinginu ekki umbeðin gögn um ríkisborgararétt með orðunum „ég á þetta, ég má þetta“.
Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, sagði á Alþingi að kjarna mætti hugsun dómsmálaráðherra um að afhenda þinginu ekki umbeðin gögn um ríkisborgararétt með orðunum „ég á þetta, ég má þetta“.
Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, sagði á Alþingi að kjarna mætti hugsun dómsmálaráðherra um að afhenda þinginu ekki umbeðin gögn um ríkisborgararétt með orðunum „ég á þetta, ég má þetta“.
„Mér finnst þetta, ég ætla að gera þetta,“ hélt Sigmar áfram og átti þar við dómsmálaráðherra. „Ég ætla ekki að virða lög sem tryggja rétt þingsins til upplýsinga.“
Sigmar sagði að einkunnarorð þingsins ættu að vera betri og innihaldsríkari en þetta. „Svona vinnum við ekki á þingi. Ráðherra sem segir „ég á þetta, ég má þetta“ hann verður að víkja,“ sagði hann.
Þingmaðurinn sagði málið miklu stærra en persónur og leikendur í þingsalnum.
„Það snýst nákvæmlega um þetta. Hvar liggja mörk ráðherra þegar hann beitir valdi sínu,“ sagði Sigmar og bætti síðar við:
„Honum fannst sjálfum að þingið þyrfti ekki að fá þessi gögn eins og þingið bað um.“
Sagði hann hegðun ráðherrans skapa „stórhættulegt fordæmi“.