Enginn úr utanríkismálanefnd Alþingis verður viðstaddur atkvæðagreiðslu í dag um vantrauststillögu á hendur Jóni Gunnarssyni dómsmálaráherra.
Enginn úr utanríkismálanefnd Alþingis verður viðstaddur atkvæðagreiðslu í dag um vantrauststillögu á hendur Jóni Gunnarssyni dómsmálaráherra.
Enginn úr utanríkismálanefnd Alþingis verður viðstaddur atkvæðagreiðslu í dag um vantrauststillögu á hendur Jóni Gunnarssyni dómsmálaráherra.
Nefndin er stödd í Bandaríkjunum og kemur heim á morgun.
Í utanríkismálanefnd eru: Bjarni Jónsson úr Vinstri grænum, Njáll Trausti Friðbertsson, Birgir Þórarinsson og Diljá Mist Einarsdóttir úr Sjálfstæðisflokknum, Logi Einarsson úr Samfylkingunni, Jakob Frímann Magnússon úr Flokki fólksins, Jóhann Friðrik Friðriksson úr Framsóknarflokknum, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson úr Miðflokknum og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir úr Viðreisn. Úti í Bandaríkjunum er einnig Gísli Rafn Ólafsson Pírati, sem er áheyrnarfulltrúi í nefndinni.
Af þessum tíu hafa sex kallað inn varamann eins og staðan er núna, að sögn Rögnu Árnadóttur, skrifstofustjóra Alþingis.
Auk þessara sex nefndarmanna kalla tveir þingmenn inn varamenn af öðrum ástæðum.
Varamenn í dag:
Katrín Sif Árnadóttir tekur sæti á Alþingi sem varaþingmaður fyrir Jakob Frímann Magnússon, Hilda Jana Gísladóttir fyrir Loga Einarsson og Thomas Möller fyrir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur.
Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir tekur sæti fyrir Hildi Sverrisdóttur, þingmann Sjálfstæðisflokksins, Brynjar Níelsson fyrir Diljá Mist Einarsdóttur, Berglind Harpa Svavarsdóttir fyrir Njál Trausta Friðbertsson og Eva Sjöfn Helgadóttir fyrir Gísla Rafn Ólafsson.
Þá tekur Lenya Rún Taha Karim Pírati sæti á Alþingi sem varaþingmaður fyrir Halldóru Mogensen.