„Við getum ekki hækkað laun umfram það“

Kjaraviðræður | 30. mars 2023

„Við getum ekki hækkað laun umfram það“

Ríkið mun aðeins geta boðið sambærilegar launahækkanir og sett voru fordæmi fyrir í skammtímasamningum á almenna markaðinum bæði fyrir og eftir áramótin. Ekki kemur til greina að hækka laun umfram það. Þetta segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í samtali við mbl.is.

„Við getum ekki hækkað laun umfram það“

Kjaraviðræður | 30. mars 2023

Bjarni Benediktsson segir ekki svigrúm fyrir launahækkanir á opinbera markaðinum …
Bjarni Benediktsson segir ekki svigrúm fyrir launahækkanir á opinbera markaðinum umfram það sem samið var um á almenna markaðinum. mbl.is/Árni Sæberg

Ríkið mun aðeins geta boðið sambærilegar launahækkanir og sett voru fordæmi fyrir í skammtímasamningum á almenna markaðinum bæði fyrir og eftir áramótin. Ekki kemur til greina að hækka laun umfram það. Þetta segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í samtali við mbl.is.

Ríkið mun aðeins geta boðið sambærilegar launahækkanir og sett voru fordæmi fyrir í skammtímasamningum á almenna markaðinum bæði fyrir og eftir áramótin. Ekki kemur til greina að hækka laun umfram það. Þetta segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í samtali við mbl.is.

Bjarni kynnti í gær fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2024-2028. Var þar meðal annars lögð áhersla á aðhaldsaðgerðir til að tempra verðbólguna. Eitt af stóru atriðunum sem koma alltaf upp þegar rætt er um verðbólgu er samspil launaþróunar og verðlags. Eins og fyrr segir er almenni markaðurinn búinn að semja, en um var að ræða skammtímasamninga þar sem í grunninn var sammið um hækkun upp á 6,75%.

Samningar ríkisstarfsmanna losna núna í vor og fram á haust. Spurður hvað sé svigrúmið þar segir Bjarni það ekkert umfram almenna markaðinn. „Bara það sem er markað af almenna markaðinum. Við getum ekki hækkað laun umfram það, það gengur einfaldlega ekki upp. Það væri forsendubrestur.“

mbl.is