Fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt fram í samráðsgátt stjórnvalda áformaskjal um framlagningu lagafrumvarps á Alþingi sem heimili slit og uppgjör ÍL-sjóðs, áður Íbúðalánasjóðs. Kemur þetta fram í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu.
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt fram í samráðsgátt stjórnvalda áformaskjal um framlagningu lagafrumvarps á Alþingi sem heimili slit og uppgjör ÍL-sjóðs, áður Íbúðalánasjóðs. Kemur þetta fram í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu.
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt fram í samráðsgátt stjórnvalda áformaskjal um framlagningu lagafrumvarps á Alþingi sem heimili slit og uppgjör ÍL-sjóðs, áður Íbúðalánasjóðs. Kemur þetta fram í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu.
„Áform um uppgjör sjóðsins eru í samræmi við það mat að sjóðurinn sé orðinn ógjaldfær, eins og fram kom í skýrslu um stöðu sjóðsins sem ráðherra lagði fyrir Alþingi í október síðastliðnum,“ segir þar enn fremur.
Með þessu móti efni ríkissjóður svonefnda einfalda ábyrgð ríkisins samkvæmt skilmálum skuldabréfa útgefnum af sjóðnum. Í því felst að ríkissjóður tryggir endurgreiðslur á höfuðstól skulda, auk áfallinna vaxta og verðbóta til uppgjörsdags, eins og nánar er rakið í skýrslunni.
Gefur áformaskjalið til kynna að þrátt fyrir áform um slit sjóðsins séu stjórnvöld ávallt reiðubúin í samtal um uppgjör við eigendur skuldabréfanna sem flestir eru langtímafagfjárfestar. „Með samkomulagi væru heildarhagsmunir almennings í landinu best tryggðir og komist yrði hjá því að velta vandanum yfir á komandi kynslóðir. Það sé enn talinn besti kosturinn en reynist sú leið ekki vera fær verði ekki hjá því komist að taka á málinu með öðrum úrræðum,“ segir í tilkynningunni.
Þar kemur enn fremur fram að á síðustu mánuðum hafi verið leitað eftir því að eiga viðræður við eigendur stærsta hluta skulda ÍL-sjóðs til að fá fram sjónarmið þeirra og kanna grundvöll til samninga. Stjórnvöld hafi sett fram hugmyndir um mögulegt uppgjör sem gangi út á að eigendum verði boðin skipti á skuldabréfunum og vel dreifðu eignasafni sem að mati sérfróðra og óvilhallra aðila hafi alla burði til að skila þeim og öðrum eigendum góðri ávöxtun samanborið við vexti bréfanna. Umleitanir um að koma á samningaviðræðum hafi þó ekki skilað árangri til þessa.
Í ljósi þess er, eftir því sem fram kemur, talið rétt að leggja nú fram áformaskjal um lagafrumvarp sem heimilar slit og uppgjör ÍL-sjóðs. Með framlagningu frumvarps fyrir Alþingi gefist þinginu færi á að ræða og taka afstöðu til þess hvernig úrlausn þess vanda sem fyrir hendi er verði best háttað.